Fundur 2016 13.01

Fundur Foreldraráðs FSu 13. janúar 2016

Mættir: Elín, Guðbjörg Grímsdóttir, Íris Huld, Íva Rut, Olga Lísa skólameistari og Þorvaldur. Aðrir boðuðu ekki forföll.

Fundur settur kl. 16.30 á kaffistofu starfsmanna í FSu.

Dagskrá:

1. Umsjónarmaður félagslífs, Guðbjörg Grímsdóttir.
2. Skólameistari stiklar á stóru.
3. Önnur mál.

1. Umsjónarmaður félagslífs,

Guðbjörg Grímsdóttir. Guðbjörg fór yfir nokkra viðburði sem framundan eru í skólalífinu:
? Árshátíð NFSu verður haldin 4. febrúar nk. í Hvíta húsinu. Hér spannst umræða um uppþotsástand sem skapaðist á nýnemaballinu í haust varðandi áfengis­ og vímuefnanotkun og tengsl við breytingar á skólareglum. Málið tók á alla sem komu að skipulagningunni og búið er að ræða það út í hörgul. Málið hafði mikil áhrif á verklagsreglur og skipulagningu skemmtana í skólanum.
? Kátir dagar og Flóafár – í lok febrúar. Í vinnslu.
? Kosningar til nemendaráðs. Ætlunin er að flýta kosningu og hafa stjórnarskipti fyrr, helst í mars. Markmiðið er að létta vinnuálag á fulltrúum nemenda í nemendaráði. Guðbjörg Grímsdóttir fór af fundi kl. 17.05. Olga Lísa kom inn á fund á sama tíma.

2. Skólameistari stiklar á stóru.

a. Nemendafjöldi. Nú eru um 750 nemendur sem stunda nám í skólanum. Áberandi að nýir nemendur (heimafólk) eru að koma inn eftir áramótin – nemendur sem voru t.d. í skólum í Reykjavík. Um 120 nemendur munu útskrifast í vor. b. Mikil aukning er á að grunnskólanemendur séu að taka framhaldsskólaeiningar. c. Engin nýliðun er í starfsmannahópi FSu. Það eru þó áhyggjur af nemendafækkun en um 800 nemendur þurfa að stunda nám við skólann til að halda í þær stöður sem fyrir eru. Verið er að vinna að kynningarefni fyrir FSu en ætlunin er að markaðssetja skólann með markvissum hætti í vor. d. Nýbyggingin (verknámshúsið) er á áætlun. Afhendingadagur er 15. október 2016. Í vor verður farið í endurbætur á Hamri (eldri hluta verknámshúss). e. Ekkert leikrit verður sett upp af hálfu nemenda í ár; skipulag brást.

3. Önnur mál.

? Formaður foreldraráðs spurðist fyrir um mál heimavistarinnar. Olga svaraði því til að nýtingin væri léleg. Húsnæðið er of stórt og ekki hægt að reka heimavistina á núverandi forsendum. Verið er að skoða að bjóða reksturinn út fyrir næsta skólaár.

Næsti fundur verður 17. febrúar nk. kl. 16.30.

Fundi slitið kl. 18.00 Fundargerð ritaði Þorvaldur H. Gunnarsson.