Fundur 2017 14.02
Fundur Foreldraráðs FSu
14. febrúar 2017
Mættir: Olga Lísa, Íris Huld, Jóhannes og H. Sigrún
Staður: Fsu - kaffistofa
Rætt var um:
Alþjóðlegt samstarf sem skólinn tekur þátt í t.d. sem hestabrautin tekur þátt í og flóttamannaverkefnið.
Árshátíð skólans sem haldin er 16. feb. Mikilvægt að foreldrar taki þátt í foreldrarölti á ballinu. Samþykkt hefur verið að gefa nemendum frí í fyrsta tímanum daginn eftir.
Formlega er ekki búið að taka nýju bygginguna í notkun en stefnt er að því að deildir komist inn í húsnæðið með vorinu.
Skólinn hefur fengið ýmsar gjafir frá fyrirtækjum s.s. verkfæri, verkfærageymslur peninga.
Svipaður fjöldi nemenda er fyrir áramótin og eftir.
Grunnbrautin gengur vel og áframhald verður á því að styrkur fáist frá ráðuneytinu.
Átak var gert í skólanum varðandi umgengni m.a. með uppsetningu myndavéla í skólanum og umræðu með nemendum samhliða verkefnum eins og grænfánaverkefninu. Þetta hefur borið árangur og umgengni lagast til muna.
Ákveðið hefur verið að breyta reglum þannig í skólanum að ekki sé skylda að fara úr útiskóm, en mælst er til þess að það sé gert. Ástæðan er sú að ekki þótti raunhæft að fylgja þessum reglum eftir. Einnig hafa fleiri skólareglur bæst við og breyst t.d. vegna símanotkunar og myndavéla. Þessar reglur eru aðgengilegar á heimasíðu skólans.
Stefnt er að því að sækja um styrk vegna innleiðingar leiðsagnamats sem er þróunarverkefni unnið í samstarfi við Árborg.
Rætt um hversu tæpt það er fyrir marga nemendur að ná því að klára námið á þremur árum. Mikilvægt að orðræðan sé á þann veg að það skipti engu máli þó nemendur þurfi lengri tíma til þess að klára sitt nám og reyna þannig að minnka pressuna sem getur skapast.
Matur í mötuneyti hefur lækkað í verði og er hægt að nálgast verðskrá á heimasíðu skólans. Einnig eru upplýsingar um matarkortin þar. Einhver óánægja er með matinn í akademíunni.
Hugmynd kom fram um að fá kynningu fyrir foreldra nemenda í Fsu og jafnvel foreldra 10.bekkinga á niðurstöðum rannsóknar sem Rannsókn og greining lagði fyrir nemendur. Einnig jafnvel að halda sameiginlegan fræðslufund. Rannsóknin tengist líðan nemenda.