Fundur 2018 22.11

Fundur foreldraráðs FSu

22. nóvember 2018

Mættir eru: Estelle, Lóa, Pía og Sigursveinn skólameistari FSU.

Fundur settur kl. 16:35

  1. Sigursveinn fór lauslega yfir skólanefndarfund sem haldinn var þann 21. nóv.
  2. a. Félagslíf nemenda virðist vera í góðum höndum í vetur og nemendafélagið að standa sig vel. Nefnt var að busaballið hafi farið að mestu leiti        vel fram og án átaka og nemendur almennt mjög ánægðir með það sem og góðgerðarvikuna og söngkeppnina.
    b. Brotthvarf nemenda var til umræðu og hvað hugsanlega veldur því. Kom fram að brottfall nýnema (fæddir 2001) í FSU í fyrravetur var lægra      en landsmeðaltal.

    2. Í kjölfarið komu fram vangaveltur um námframboð á Suðurlandi og vandræði ungmenna við að sækja iðnnám á höfuðborgarsvæðið. Bæði dýrt          fyrir nemendur að keyra, tímafrekt með strætó og illfært yfir háveturinn.

    3. Lóa nefndi strætóáætlun milli Stokkseyrar, Eyrarbakka og Selfoss. Einungis er ferð á Selfoss kl. 7:45  á morgnanna og svo aftur kl. 13:21. Ef                      nemendur missa af strætó um morguninn missa þeir af öllum skóladeginum og þetta getur virkað letjandi fyrir 16 ára nemendur sem kannski              eru í götum í upphafi skóladags.

   4. Umræður um Innu, hvernig hún er að nýtast foreldrum ólögráða nemenda og kennurum. Sitt sýnist hverjum. Kennarar jafnt sem nemendur eru           misduglegir að nota Innuna og einhverjum nemendum finnst vanta kennslu á forritið. Hugmynd kom um að hafa námskeið fyrir foreldra í                     upphafi skólaárs næsta haust til að kenna foreldrum og jafnvel nýnemum að nýta sér Innu sem best.

 

Fundi slitið kl. 17:30