Fundur 2019 21.02

Fundargerð Foreldrafélags FSu 21. febrúar 2019

 

Mættir eru á Kaffi krús: Sigursveinn, Pía, Sigrún, Estelle og Lóa sem ritar fundargerðina.

Fundur settur kl. 16:35

  1. Sigursveinn segir frá helstu niðurstöðum af skólanefndarfundi sem haldinn var daginn áður eða 20. feb.
    1. Fjárhagsleg staða skólans er nokkuð góð og er uppsafnaður rekstrarafgangur sem verður m.a. notaður til...

                                                              i.      Að klára verknámsaðstöðu

                                                            ii.      Að skoða möguleika á að auka við stoðþjónustu fyrir nemendur, t.d. sálfræðiþjónustu og aðstoð fyrir erlenda nemendur.

  1. Kátir dagar og Flóafár var haldið 20.-22. feb., skemmtilegt uppbrot fyrir nemendur og starfsmenn FSu
  2. Árshátíð skólans var haldin fyrir 2 vikum í Hvíta húsinu

                                                              i.      Engir foreldrar sáust á rölti

                                                            ii.      Gekk vel og maturinn vel heppnaður

  1. FSu er komið áfram í 8 liða úrslit í Gettu betur
  2. Söngkeppni framhaldsskólanna verður fljótlega og FSu er með fulltrúa þar
  3. Þann 5. mars verður opið hús fyrir foreldra og nemendur 10. bekk og aðra sem vilja kynna sér skólann.
  4. Starfamessa verður haldin 10. apríl
  5. Áfram er unnið að því að tryggja að allar stöður séu fullmannaðar, m.a. í verknáminu, annars er kennarastaða innan skólans góð og lítið um breytingar frá fyrri önn.
  6. Umræða myndaðist um mismikla möguleika ungmenna á landsbyggðinni til að velja sér iðnnám og skóla sem þau sækjast eftir t.d. vegna þess að nú eru engar heimavistir og strætóferðir henta ekki öllum.
  7. Olga Lísa kemur til baka úr námsleyfi næsta haust og Sigursveinn hverfur aftur til fyrri starfa hjá FSu
  8. Lóa sagði frá Erasmus+ verkefni sem BES er þátttakandi í og umræða myndaðist um þátttöku í slíkum verkefnum, frábær reynsla en mikil vinna sem fylgir þeim.
  9. Rætt var um hlutverk starfsbrautar FSu og takmarkaða möguleika nemenda með miklar sérþarfir til náms að loknu námi í framhaldsskóla.

Fundi slitið kl. 17:30