Aðalfundur 2010

Aðalfundur Hollvarðasamtaka Fjölbrautaskóla Suðurlands

haldinn 21. maí 2010 kl. 16.30 í F.Su.

 

Þetta gerðist:

Formaður samtakanna, Hjörtur Þórarinsson, setti fund og stakk upp á Þór Vigfússyni sem fundarstjóra og Nönnu Þorláksdóttur sem ritara. Það var samþykkt samhljóða.

Á fundinn mættu: Hjörtur Þórarinsson, Anna S. Árnadóttir, Þór Vigfússon, Þorlákur Helgason, Ari Thorarensen, Nanna Þorláksdóttir og Ingberg Örn Magnússon.

 

Dagskrá


1. Skýrsla stjórnar.

Hjörtur Þórarinsson flutti skýrslu stjórnar.  Hún lá prentuð fyrir fundinum og fylgir fundargerð.

 

2.  Reikningar.

Ársreikningur 2009 var lagður fram.  Anna Árnadóttir fór yfir þá. Hagnaður af rekstri árið 2009 var kr. 347.995.- og eignir er rúmlega 2.2 milljónir króna.  Prentaður ársreikningur 2009 fylgir með fundargerð.

 

3. Árgjald.

Samþykkt samhljóða að árgjald yrði áfram óbreytt þ.e. 900 kr. fyrir einstaklinga og 3.600 kr fyrir lögaðila. Næsta fréttabréf kemur væntanlega út í sept og verður sent út samhliða innheimtu félagsgjalda 2010.

 

4. Stjórnarkjör.

Boð komu frá Sigurði Eyþórssyni þess efnis að hann skyldi láta af hendi stöðu sína í stjórn Hollvarðasamtaka ef eftirspurn yrði mikil. Því var hafnað af fundarmönnum.  Stjórn Hollvarða er því óbreytt Hjörtur Þórarinsson er formaður. Aðrir stjórnarmenn þau Anna Árnadóttir og Sigurður Eyþórsson. Fulltrúi starfsmannafélags F.Su. er Nanna Þorláksdóttir og að auki situr fulltrúi nemendafélags FSu í stjórn. Skoðunarmenn, þeir Ásmundur Sverrir Pálsson og Gunnar Þorsteinsson voru ennfremur endurkjörnir.

 

5. Önnur mál.

Rætt var um væntanlegt 30 ára afmæli skólans 13. september 2011.

Talað var um að gaman væri að hrista saman gamla nemendur. Rædd hugmynd um að tala við Jón Inga Sigurmundsson fyrsta stjórnanda kórs FSu í sambandi við kóræfingu.


Fleira ekki rætt. Fundi slitið

Fundargerð ritaði Nanna Þorláksdóttir
Aðalfundur  21. maí 2010

Skýrsla  stjórnar.

 

Stjórn. 

Í stjórn Hollvarðasamtaka  Fjölbrautaskólans, sem kosin var á aðalfundinum 22.maí 2009.  eru Hjörtur Þórarinsson, formaður, Anna S. Árnadóttir gjaldkeri, Sigurður Eyþórsson ritari  Nanna Þorláksd. fulltrúi  starfsmanna skólans og Bjarni Rúnarsson  fulltrúi úr nemendaráði

 


Fundir
Skráðir stjórnar- og vinnufundir voru 3 á árinu. Hinn 20. maí var aðalfundurinn undirbúinn. Reikningar lágu fyrir og afgreiddir af hálfu skoðunarmanna. Lagt var til að árgjald verði óbreytt, 

 


Verðlaunaveitingar við brautskráningu:

Vegna góðrar fjárhagsstöðu var ákveðið að veita hverjum styrkþega kr. 75.000, kr  hvort sem þeir verða einn   eða fleiri. Ennfremur ber að taka upp umræðu við skólastjórn að veita viðurkenningu  á fleiri sviðum  þegar um er að ræða framúrskarandi nemendur sem eru að ljúka námi á öðrum brautum en þeim sem lokið er með stúdentsprófi.
Samþykkt var að heimila  námsbókastyrk í sérstökum tilfellum frá Hollvarðasamtökum  FSu.  fyrir einstaka nemendur FSu, sem lenda í algjörum vandræðum með námsbókakaup.
Hugmyndin var rædd við Örlyg, skólameistra, Álfhildi Eiríksdóttur og Önnu Fríðu Bjarnadóttur  náms- og starfsráðgjafa  við FSu  .
Náms- og starfsráðgjafar skulu í samráði við bóksölustjóra  gera tillögu um einfalda verklagsreglu, sem þeir geta unnið eftir í sérstökum neyðartilfellum til skjótra viðbragða fyrir nemendur sem geta ekki greitt fyrir námsbækur sínar.
Takmörkun á framlagi verður einstaklings bundin. Meðferð þessa máls flokkast undir trúnaðarmál. m.t.t. þiggjenda.


Skráning á sögu skólans 1991 – 2011. 
Lögð er áhersla á að hefja vinnu við skráningu á sögu skólans 1991-2011. Tillaga kom fram að leita til Þórs Vigfússonar að leiða það verk og að því verði lokið 13. sept 2011. Þetta verefni er enn í biðstöðu og vinnslu hjá skólameistara


Fréttabréf nr 7 og  innheimtuseðill fyrir árgjaldi 2009. 

Innheimta árgjalds 2009 fór fram í okt og þá komu inn þeir sem brautskráðir voru  á vor- og haustönn 2008. Helgi Hermannsson afgreiddi innheimtuferilinn í samráði við  Nönnu
Fréttabréf   ársins 2009 nr 7 var sent út í október. Þar var greint frá aðalfundinum,  styrkveitingum ársins og uppfærslu heimasíðunnar. Sigurður gekk frá fréttabréfi nr 7, sem fylgdi innheimtuseðlinum
Uppfærsla félagatals til réttrar stöðu  er gerð í mars ár hvert. Þá eru felldir út þeir sem ekki hafa greitt  sl. 2 ár


Heimasíða skólans.

Undir heimasíðu skólans fsu.is er vefur samtakanna og hefur  Helgi Hermannsson kennari við skólann séð um þá síðu í samráði við stjórn. Skoða má síðuna  undir liðnum “Samstarf” á fsu.is.  en slóðin er  http://fsu.is/hvfsu/  Helgi hefur einnig  tekið að sér að halda utan um félagaskrá samtakanna og viðhald hennar.
Helga  eru færðar miklar þakkir fyrir þau tengsl sem hann hefur “netfest” milli okkar og hins mikla fjölda sem styrkir okkur í þögn en heldur tryggð við skólann sinn.


Hamíngjuóskir til  Háskólafélags Suðurlands ásamt blómakörfu.
Glaðheimar.  Háskólafélag Suðurlands.vígsla 25. sept. 2009 
Heill  nýju  Háskólasetri,   hollráð á öndverðum vetri.
Bjartsýni bæði og búsetugæði,   menntunin meiri og betri.
Hollvarðasamtök FSu
Námsstyrkir við skólaslit. 

Samþykkt  var að veita námsstyrk til þess nemenda er fremst stæði í námsafköstum meðal jafningja sinna við lokapróf frá skólanum á hvorri önn.  Á 9 árum hafa 26 nemendur hlotið alls 1.065.000, kr 
Á vorönn 2009 fengu þau Sigrún Guðrún Arndal og Arnar Freyr Óskarsson 50.000 kr hvort og á haustönn 2009 fengu þau Ingunn Harpa Bjarkadóttir og  Sigurður Fannar Vilhelmsson  50.000, kr hvort  Formaður fylgdi styrkveitingu eftir með eftirfarandi áherslu. Markmið samtakanna er annars vegar að auka tengsl FSu við fyrrum nemendur sína og aðra  þá sem bera hag skólans  fyrir brjósti, hins vegar að styrkja og efla skólann eftir fremst  megni, fjárhagslega eða á annan hátt, en einnig og ekki síst að rækta og alefla samband félagsfólks sín á milli.
Við brottskráningu fengu allir nemendur penna með  eftirfarandi áritun.  Mundu FSu  HollvarðasamtökinTengsl við árgangahópa var strax tekið fyrir og rætt að hafa samband við 10, 20 og  nú 25 ára  árganga  af hvorri önn fyrir sig. Við leitum uppi nokkru fyrir skólaslit tengiliði frá þessum árgöngum og minnum þá á þessi tímamót.  Enn sem komið er hafa yngstu  hóparnir ekki skilað sér. Þess gætir meir hjá þeim eldri að koma við skólaslit.. Meðan  takmörkuð hefð hefur náð  að festast þá geta þessi samtök  styrkt þann þátt að eldri árgangar komi á útskriftarhátíðir  og láti í ljós vott ræktarsemi við skólann um leið og  þeir nýta sér þann fagnað sem þar  verður að hitta gamla skólafélaga.
 

Félagafjöldi.

Í árslok 2009 var þessi: Félagafjöldi  318 einstaklingar og 43 lögaðilar,  alls 361  Útsendar kröfur í haust voru: Til nýnema  183,   og starfsmanna 56, auk  eldri nemenda 318  og fyrirtæki 43. Þessar tölur eru með einhverju skekkjumarki.
Tekjur ársins 2009, framlög og vaxtatekjur 616.501 kr. gjöld 268.506,-kr hagnaður  347.995,- kr,  eignir 2.229.377-, kr 
Við skólaslit á vor- haustönn var dreift innritunarbeiðni til gesta  þá skráðu sig þar nokkrir nýir félagar
Bestu þakkir til allra sem lagt hafa okkur lið í þessu verkefni.
     Hjörtur Þórarinsson