Aðalfundur 2011

Aðalfundur Hollvarðasamtaka Fjölbrautaskóla Suðurlands 2011
haldinn 20. maí 2011 kl. 16.30 í F.Su.

 

 

Þetta gerðist:

Formaður samtakanna, Hjörtur Þórarinsson, setti fund og stakk upp á Ara Thorarensen sem fundarstjóra og Nönnu Þorláksdóttur sem ritara. Það var samþykkt samhljóða.

Dagskrá



1. Skýrsla stjórnar.

Hjörtur Þórarinsson flutti skýrslu stjórnar.  Hún lá prentuð fyrir fundinum og fylgir fundargerð.

 

2.  Reikningar.

Ársreikningur 2010 var lagður fram.  Hjörtur fór yfir þá í fjarveru Önnu Árnadóttur. Hagnaður af rekstri árið 2010 var kr. 10.850.- og eignir er rúmlega 2.2 milljónir króna.  Prentaður ársreikningur 2010 fylgir með fundargerð

 

3. Árgjald.

Samþykkt samhljóða að árgjald yrði áfram óbreytt þ.e. 900 kr. fyrir einstaklinga og 3.600 kr fyrir lögaðila. Næsta fréttabréf kemur væntanlega út í sept. og verður sent út samhliða innheimtu félagsgjalda 2011. Ákveðið að bíða með ákvörðun um tilhögun innheimtu árgjalds næsta haust. Leita þarf upplýsinga hjá Önnu um skil á síðustu innheimtu – en þá var í fyrsta sinn ekki sendur út gíróseðill í pappírsformi.

 

4. Stjórnarkjör.

Stjórn Hollvarða er óbreytt Hjörtur Þórarinsson er formaður. Aðrir stjórnarmenn þau Anna Árnadóttir og Sigurður Eyþórsson. Fulltrúi starfsmannafélags F.Su. er Nanna Þorláksdóttir og að auki situr fulltrúi nemendafélags FSu í stjórn. Væntanlega verður það Karen Óskarsdóttir formaður Nemendafélagsins þetta árið. Skoðunarmenn, þeir Ásmundur Sverrir Pálsson og Gunnar Þorsteinsson voru ennfremur endurkjörnir. Samþykkt einróma.

 

5. Önnur mál.

Rætt var um væntanlegt 30 ára afmæli skólans 13. september 2011.

Anna Árnadóttir situr í afmælisnefnd FSu og teljum við að hún muni virka vel sem tengiliður afmælisnefndar við Hollvarðasamtökin.

16 nýir félagar innrituðu sig í Hollvarðarsamtökin við brautskráningu í dag.


Fleira ekki rætt. Fundi slitið

Fundargerð ritaði Nanna Þorláksdóttir
 

Ársskýrsla  stjórnar  2010


Í stjórn Hollvarðasamtaka  Fjölbrautaskólans, sem kosin var á aðalfundinum 21.maí 2010.  eru Hjörtur Þórarinsson, formaður, Anna S. Árnadóttir gjaldkeri, Sigurður Eyþórsson ritari  Nanna Þorláksd. fulltrúi  starfsmanna skólans og Sölvi Þór  Hannesson   fulltrúi úr nemendaráði

Fundir: 
Skráðir stjórnar- og vinnufundir voru 3 á árinu.

Hinn 18. maí var aðalfundurinn undirbúinn. Reikningar lágu fyrir og afgreiddir af hálfu skoðunarmanna.


Verðlaunaveitingar við brautskráningu:

Námsstyrkir fyrir árið 2010 voru 75.000, kr.  Þá var til umræðu við skólastjórn að veita viðurkenningu  á fleiri sviðum  þegar um væri að ræða framúrskarandi nemendur sem eru að ljúka námi á öðrum brautum en þeim sem lokið er með stúdentsprófi.
Samþykkt var einnig sl. ár að heimila  námsbókarstyrk í sérstökum tilfellum frá Hollvarðasamtökum  FSu.  fyrir einstaka nemendur FSu, sem lenda í algjörum vandræðum með námsbókakaup. 


Afmælisrit og 30 ára afmælishátíð 13. sept. 2011.

Afmælisnefnd  hefur verið skipuð.  Anna S. Árnadóttir, Helgi Hemannss, Ægir Sigurðsson, Inga Magnúsdóttir og  Gunnlaugur  Bjarnason.


Ritstjórn afmælisrits er  tekin til starfa. Þar eru  þeir Sigurður Sigursveinsson, Örlygur Karlsson og  Gylfi Þorkelsson.   Gylfi er að vinna  að sérstöku verkefni sem tengist  sögu skólans.   Á fundi Hollvarðasamtaka 14. sept. sl. var greint frá viljayfirlýsingu um  að veita  a.m.k. 500 þús kr. Til skráningar afmælisrits .


Fréttabréf nr. 8 og  árgjald 2010.


Innheimta árgjalds 2010 fór fram í okt. Helgi Hermannsson afgreiddi innheimtuferilinn í samráði við Nönnu. Þar var greint frá aðalfundinum,  styrkveitingum ársins og uppfærslu heimasíðunnar.


Innheimta á félagsgjaldi. 

Breyting varð með innheimtu á félagsgjaldi á s.l. ári þar sem innheimtukostnaður við gíróseðla var 300 kr. en félagsgjaldið  900 kr  og  3.600, Þess í stað var  send beiðni með  fréttablaði nr. 8  í okt að félagsgjaldið yrði greitt í heimabanka. Félagið tók á sig póstgjaldið og stjórnin þá vinnu sem í þessa sendingarvinnu fór.    
Uppfærsla félagatals til réttrar stöðu  er gerð í mars ár hvert. Þá eru felldir út þeir sem ekki hafa greitt  sl. 2 ár.


Heimasíða skólans.

Undir heimasíðu skólans fsu.is er vefur samtakanna og hefur  Helgi Hermannsson kennari við skólann séð um þá síðu í samráði við stjórn. Skoða má síðuna  undir liðnum “Samstarf” á fsu.is.  en slóðin er http://fsu.is/hvfsu/  Helgi hefur einnig  tekið að sér að halda utan um félagaskrá samtakanna og viðhald hennar.   Helga  eru færðar miklar þakkir fyrir þau tengsl sem hann hefur “netfest” milli okkar og hins mikla fjölda sem styrkir okkur í þögn en heldur tryggð við skólann sinn.


Námsstyrkir við skólaslit. 

Samþykkt  var að veita námsstyrk til þess nemenda er fremst stæði í námsafköstum meðal jafningja sinna við lokapróf frá skólanum á hvorri önn.  Á 10 árum hafa 29 nemendur hlotið alls 1.290.000, kr 
Á vorönn 2010 fengu þær Eyrún Halla Haraldsdóttir og Þórhildur Helga Guðjónsdóttir 75.000 kr hvor og á haustönn 2010 fékk Guðjón Reykdal  Óskarsson 75.000, kr    Formaður fylgdi styrkveitingu eftir með eftirfarandi áherslu. Markmið samtakanna er annars vegar að auka tengsl FSu við fyrrum nemendur sína og aðra  þá sem bera hag skólans  fyrir brjósti, hins vegar að styrkja og efla skólann eftir fremst  megni, fjárhagslega eða á annan hátt, en einnig og ekki síst að rækta og alefla samband félagsfólks sín á milli.


Við brautskráningu fengu allir nemendur penna með  eftirfarandi áritun.  Mundu FSu  Hollvarðasamtökin.
Pennabirgðir voru endurnýjaðar keyptir voru  1000 stk með breyttri  áletrun:  "Mundu FSu".   Tengsl við árgangahópa var strax tekið fyrir og rætt að hafa samband við 10, 20 og  nú 25 ára  árganga  af hvorri önn fyrir sig. Við leitum uppi nokkru fyrir skólaslit tengiliði frá þessum árgöngum og minnum þá á þessi tímamót.  Enn sem komið er hafa yngstu  hóparnir ekki skilað sér. Þess gætir meir hjá þeim eldri að koma við skólaslit.. Meðan  takmörkuð hefð hefur náð  að festast þá geta þessi samtök  styrkt þann þátt að eldri árgangar komi á útskriftarhátíðir  og láti í ljós vott ræktarsemi við skólann um leið og  þeir nýta sér þann fagnað sem þar  verður að hitta gamla skólafélaga. Við skólaslit á vor- haustönn var dreift innritunarbeiðni til gesta. Árið 2010 skrifuðu sig inn á lista 16 nýir félagar.


Félagafjöldi.

19. sept 2010 var þessi: 334 einstaklingar og 40 lögaðilar,  alls 374.  Auk þess fengu  323 nemendur sem útskrifuðust 2009-10 boð um aðild               Yfirlit  ársreiknings Tekjur ársins 2010, framlög 378.275, kr vaxtatekjur nettó 62.697,-kr. alls 440.972, kr  Gjöld 430.122,-kr, hagnaður  10.850,- kr,  Eignir 2.240.227-, kr 

            

Menntaverðlaun Suðurlands.
Hollvarðasamtökin sóttu  um styrk  f.h. skólans til  Menningarráðs Suðurlands fyrir verkefnið:  “Skólinn í okkar höndum og tengd verkefni” Þarna eru 4 verkefni samtvinnuð,  Olweusaráætlunin gegn einelti, bættur skólabragur  dagamunur og  heilsueflandi framhaldsskóli. Skólinn fékk 200  þúsund kr styrk 
Bestu þakkir til allra sem lagt hafa skólanum lið.

 


Hjörtur Þórarinsson