Aðalfundur 2011
Aðalfundur Hollvarðasamtaka Fjölbrautaskóla Suðurlands 2011
Þetta gerðist: Formaður samtakanna, Hjörtur Þórarinsson, setti fund og stakk upp á Ara Thorarensen sem fundarstjóra og Nönnu Þorláksdóttur sem ritara. Það var samþykkt samhljóða. Dagskrá
Hjörtur Þórarinsson flutti skýrslu stjórnar. Hún lá prentuð fyrir fundinum og fylgir fundargerð.
2. Reikningar. Ársreikningur 2010 var lagður fram. Hjörtur fór yfir þá í fjarveru Önnu Árnadóttur. Hagnaður af rekstri árið 2010 var kr. 10.850.- og eignir er rúmlega 2.2 milljónir króna. Prentaður ársreikningur 2010 fylgir með fundargerð
3. Árgjald. Samþykkt samhljóða að árgjald yrði áfram óbreytt þ.e. 900 kr. fyrir einstaklinga og 3.600 kr fyrir lögaðila. Næsta fréttabréf kemur væntanlega út í sept. og verður sent út samhliða innheimtu félagsgjalda 2011. Ákveðið að bíða með ákvörðun um tilhögun innheimtu árgjalds næsta haust. Leita þarf upplýsinga hjá Önnu um skil á síðustu innheimtu – en þá var í fyrsta sinn ekki sendur út gíróseðill í pappírsformi.
4. Stjórnarkjör. Stjórn Hollvarða er óbreytt Hjörtur Þórarinsson er formaður. Aðrir stjórnarmenn þau Anna Árnadóttir og Sigurður Eyþórsson. Fulltrúi starfsmannafélags F.Su. er Nanna Þorláksdóttir og að auki situr fulltrúi nemendafélags FSu í stjórn. Væntanlega verður það Karen Óskarsdóttir formaður Nemendafélagsins þetta árið. Skoðunarmenn, þeir Ásmundur Sverrir Pálsson og Gunnar Þorsteinsson voru ennfremur endurkjörnir. Samþykkt einróma.
5. Önnur mál. Rætt var um væntanlegt 30 ára afmæli skólans 13. september 2011. Anna Árnadóttir situr í afmælisnefnd FSu og teljum við að hún muni virka vel sem tengiliður afmælisnefndar við Hollvarðasamtökin. 16 nýir félagar innrituðu sig í Hollvarðarsamtökin við brautskráningu í dag.
Fundargerð ritaði Nanna Þorláksdóttir Ársskýrsla stjórnar 2010
Fundir: Hinn 18. maí var aðalfundurinn undirbúinn. Reikningar lágu fyrir og afgreiddir af hálfu skoðunarmanna.
Námsstyrkir fyrir árið 2010 voru 75.000, kr. Þá var til umræðu við skólastjórn að veita viðurkenningu á fleiri sviðum þegar um væri að ræða framúrskarandi nemendur sem eru að ljúka námi á öðrum brautum en þeim sem lokið er með stúdentsprófi.
Afmælisnefnd hefur verið skipuð. Anna S. Árnadóttir, Helgi Hemannss, Ægir Sigurðsson, Inga Magnúsdóttir og Gunnlaugur Bjarnason.
Breyting varð með innheimtu á félagsgjaldi á s.l. ári þar sem innheimtukostnaður við gíróseðla var 300 kr. en félagsgjaldið 900 kr og 3.600, Þess í stað var send beiðni með fréttablaði nr. 8 í okt að félagsgjaldið yrði greitt í heimabanka. Félagið tók á sig póstgjaldið og stjórnin þá vinnu sem í þessa sendingarvinnu fór.
Undir heimasíðu skólans fsu.is er vefur samtakanna og hefur Helgi Hermannsson kennari við skólann séð um þá síðu í samráði við stjórn. Skoða má síðuna undir liðnum “Samstarf” á fsu.is. en slóðin er http://fsu.is/hvfsu/ Helgi hefur einnig tekið að sér að halda utan um félagaskrá samtakanna og viðhald hennar. Helga eru færðar miklar þakkir fyrir þau tengsl sem hann hefur “netfest” milli okkar og hins mikla fjölda sem styrkir okkur í þögn en heldur tryggð við skólann sinn.
Samþykkt var að veita námsstyrk til þess nemenda er fremst stæði í námsafköstum meðal jafningja sinna við lokapróf frá skólanum á hvorri önn. Á 10 árum hafa 29 nemendur hlotið alls 1.290.000, kr
19. sept 2010 var þessi: 334 einstaklingar og 40 lögaðilar, alls 374. Auk þess fengu 323 nemendur sem útskrifuðust 2009-10 boð um aðild Yfirlit ársreiknings Tekjur ársins 2010, framlög 378.275, kr vaxtatekjur nettó 62.697,-kr. alls 440.972, kr Gjöld 430.122,-kr, hagnaður 10.850,- kr, Eignir 2.240.227-, kr
Menntaverðlaun Suðurlands.
|