Aðalfundur 2012

 
Aðalfundur Hollvarðasamtaka Fjölbrautaskóla Suðurlands 2012
haldinn 20. maí 2012 kl. 16.30 í F.Su.
 
Þetta gerðist:
Formaður samtakanna, Hjörtur Þórarinsson, setti fund og stakk upp á Ara Thorarensen sem fundarstjóra og Nönnu Þorláksdóttur sem ritara. Það var samþykkt samhljóða.
 
Dagskrá

1. Skýrsla stjórnar.
Hjörtur Þórarinsson flutti skýrslu stjórnar. Hún lá prentuð fyrir fundinum og fylgir fundargerð.
 
2. Reikningar.
Ársreikningur 2011 var lagður fram af gjaldkera, Önnu Árnadóttur. Tap af rekstri árið 2012 var kr. 592.700.- skýrist það af miklum útgjöldum þetta árið, m.a. 500.000 króna styrkur til skólans vegna söguritunar á 30 ára afmæli hans. Eignir eru tæplega 1.7 milljónir króna. Prentaður ársreikningur 2011 fylgir með fundargerð
 
3. Árgjald.
Árgjald hefur verið hækkað um 100 krónur til að mæta kostnaði (fréttabréf) Félgasgjald er því 1.000.- kr fyrir einstaklinga og 3.7 00 kr fyrir lögaðila. Gíróseðlar eru nú sendir rafrænt í einkabanka greiðenda. Næsta fréttabréf kemur væntanlega út í sept/okt. og verður sent út samhliða innheimtu félagsgjalda 2012.
 
4. Stjórnarkjör.
Stjórn Hollvarða er óbreytt Hjörtur Þórarinsson er formaður. Aðrir stjórnarmenn þau Anna Árnadóttir og Sigurður Eyþórsson. Fulltrúi starfsmannafélags F.Su. er Nanna Þorláksdóttir og að auki situr fulltrúi nemendafélags FSu í stjórn. Væntanlega verður það Markús Árni Vernharðsson formaður Nemendafélagsins þetta árið. Skoðunarmenn, þeir Ásmundur Sverrir Pálsson og Gunnar Þorsteinsson voru ennfremur endurkjörnir. Samþykkt einróma.
 
5. Önnur mál.
Rætt var um að Hollvarðasamtökun væri 10 ára um þessar mundir og vel þess virði að halda upp á þau tímamót. Rætt um að mæta í morgunkaffi á skólanefndarfund vegna brotthvarfs Örlygs Karlssonar skólameistara sem starfað hefur við skólann frá upphafi..
Einingus 2 nýir félagar innrituðu sig í Hollvarðarsamtökin við brautskráningu í dag, en 16 manns skráðu sig við brautskráningu vorið 2011.

Fleira ekki rætt. Fundi slitið
Fundargerð ritaði Nanna Þorláksdóttir
 
 
Aðalfundur 18. maí 2012   Skýrsla stjórnar
Í stjórn Hollvarðasamtaka  Fjölbrautaskólans, sem kosin var á aðalfundinum 20.maí 2011.  eru Hjörtur Þórarinsson, formaður, Anna S. Árnadóttir gjaldkeri, Sigurður Eyþórsson ritari  Nanna Þorláksd. fulltrúi  starfsmanna skólans og Karen Óskarsdóttir  fulltrúi úr nemendaráði, en næsta ár verður það Markús Árni Vernharðsson og sérstakur starfsmaður Helgi Hermannsson
Skráðir stjórnar- og vinnufundir
Skráðir stjórnar- og vinnufundir voru 3 á árinu. Í maí var aðalfundurinn undirbúinn. Reikningar lágu fyrir og afgreiddir af hálfu skoðunarmanna.

 

Verðlaunaveitingar við brautskráningu:

Námsstyrkir fyrir árið 2011 fóru til 6 nemenda og voru 60.000, kr.á hvern  Þá var til umræðu við skólastjórn að veita viðurkenningu  á fleiri sviðum  þegar um væri að ræða framúrskarandi nemendur sem eru að ljúka námi á öðrum brautum en þeim sem lokið er með stúdentsprófi.

Samþykkt var einnig sl. ár að heimila  námsbókarstyrk í sérstökum tilfellum frá Hollvarðasamtökum  FSu.  fyrir einstaka nemendur FSu, sem lenda í algjörum vandræðum með námsbókakaup.

 

Afmælisrit og 30 ára afmælishátíð 13. sept. 2011.
Afmælisnefndina  skipuðu  Anna S. Árnadóttir, Helgi Hemannss, Guðríður Egilsdóttir, Inga Magnúsdóttir og  Gunnlaugur  Bjarnason. 

Veglegt afmælisrit.   

Fjölbrautaskóli Suðurlands hornsteinn í héraði 1981- 2011  höfundur var  Gylfi Þorkelsson Þetta var lokaverkefni til MPA-gráðu í opinberri stjórnsýslu á Félagsvísindasviði Háskóla ÍslandsHollvarðasamtökin veittu 500 þús kr. til skráningar afmælisritsins.

Fréttabréf nr. 9 og  félagsgjald  2011 

Sigurður Eyþórsson hefur annast uppsetningu og frágang á fréttabréfinu allt frá upphafi. Þetta er sá tengiliður sem við leggjum mikla áherslu á að berist til allra félagsmanna 

Innheimta félagsgjalds 2011 
Fór fram í okt. Helgi Hermannsson afgreiddi innheimtuferilinn í samráði við Nönnu. Þar var greint frá aðalfundinum,  styrkveitingum ársins og uppfærslu heimasíðunnar.

Árgjaldið er  nú kr 1.000, kr fyrir einstaklinga en 3.700 kr hjá fyrirtækjum og félagasamtökum. Félagsgjöldin voru hækkuð um 100 kr  árið 2010 til að mæta póstkostnaði. Viðtakandi greiðir heimsendan gíróseðil  eða samsvarandi kröfu í heimabankanum sínum.

 

Uppfærsla félagatals til réttrar stöðu  er gerð í mars ár hvert. Hinn 30. okt 2011 var félagafjöldi 333 einstaklingar og 39 lögaðilar alls 272.  Auk þess fengu 178 nemendur sem útskrifuðust 2010 boð um aðild.  Alls útsendar kröfur voru 549 vegna ársins 2011  en 17 nýir félagar skrifuðu sig inn á lista við útskriftir árið 2011   Þeir sem ekki hafa greitt  sl. 2 ár eru að jafnaði felldir út af félagatali  Það er hægfara fækkun  meðal fyrirtækja úr 40 í 38 en það helst í horfinu með einstaklinga  334 árið 2010 en 333 árið 2011

 

Yfirlit  ársreiknings 2011
Tekjur ársins 2011, framlög 468.946, kr vaxtatekjur nettó 59.645,-kr. alls 440.972, kr  Gjöld 1.121.291,-kr, tap  592.700 kr,  Eignir 1.661.137-, kr 

Heimasíða skólans. Undir heimasíðu skólans fsu.is er vefur samtakanna og hefur  Helgi Hermannsson kennari við skólann séð um þá síðu í samráði við stjórn. Skoða má síðuna  undir liðnum “Samstarf” á fsu.is.  en slóðin er  http://fsu.is/hvfsu/  Helgi hefur einnig  tekið að sér að halda utan um félagaskrá samtakanna og viðhald hennar.   Helga  eru færðar miklar þakkir fyrir þau tengsl sem hann hefur “netfest” milli okkar og hins mikla fjölda sem styrkir okkur í þögn en heldur tryggð við skólann sinn.


Námsstyrkir við skólaslit. 

Samþykkt  var að veita námsstyrk til þess eða þeirra nemenda er fremst/ir stæði/u í námsafköstum meðal jafningja sinna við lokapróf frá skólanum á hvorri önn.  Á 10 árum hafa 35 nemendur hlotið alls 1.650.000, kr

Á vorönn 2011 fengu Magnús Borgar Friðriksson, Rakel Nathalie Kristinsdóttir og Aníta Kristjánsdóttir 60.000 kr hvert og á haustönn 2011 fengu Þóra Jóna Guðjónsdóttir, Edda Björk Konráðsdóttir og Haraldur Blöndal Kristjánsson  60.000 kr hvert   

Formaður fylgdi styrkveitingu eftir með eftirfarandi áherslu. Markmið samtakanna er annars vegar að auka tengsl FSu við fyrrum nemendur sína og aðra  þá sem bera hag skólans  fyrir brjósti, hins vegar að styrkja og efla skólann eftir fremst  megni, fjárhagslega eða á annan hátt, en einnig og ekki síst að rækta og alefla samband félagsfólks sín á milli.

Við brautskráningu fengu allir nemendur penna með  eftirfarandi áritun.  Mundu FSu WWW.fsu.is.


Styrkbeiðni kom í febrúar 2012 til Hollvarðasamtaka FSu um verðlaunafé vegna lagakeppni nemenda FSu.  Þetta var nýtt verkefni  og ekkert  ákveðið að  það verði árvisst. Eftir greið samskipti milli allra var ákveðið að  standa að þessu verkefni.  Dómnefnd skipuðu Ólafur Þórarinsson, Jónas Sigurðsson og  Elín Una Jónsdóttir  Tillaga var að  veita þrenn verðlaun  í 1. sæti   25.000  kr, í 2. sæti  15.000, kr í 3.sæti 10.000, kr

 

Niðurstaða: Á samantengdum símafundi sögðu allir já við því á einu máli að það mundi  efla hugverk fersk og ný

Lagakeppnin fór fram í mars og úrslitin kynnt 29. mars.   
 

Úrslitin voru þannig

1. sæti Daði Freyr Pétursson með lagið  Dettum niður

2. sæti  Guðmundur Einar Vilbergsson með lagið  Kisses through the night,

3 sæti Alexander Freyr Olgeirsson með lagið Andvökunótt.

Besta textann átti Tómas Smári Guðmundsson.

Úrslit keppninnar náðu takmarkaðri athygli og ætti að endurskoða  þessa athyglisverðu frumraun í félagslífi skólans.

 

Tengsl við árgangahópa var strax tekið fyrir og rætt að hafa samband við 20, 25 og 30 ára  árganga  af hvorri önn fyrir sig. Við leitum uppi nokkru fyrir skólaslit tengiliði frá þessum árgöngum og minnum þá á þessi tímamót.  Enn sem komið er hafa yngstu  hóparnir ekki skilað sér. Þess gætir meir hjá þeim eldri að koma við skólaslit. Meðan  takmörkuð hefð hefur náð  að festast þá geta þessi samtök  styrkt þann þátt að eldri árgangar komi á útskriftarhátíðir  og láti í ljós ræktarsemi við skólann um leið og  þeir nýta sér þann fagnað sem þar  verður að hitta gamla skólafélaga. Við skólaslit á vor- haustönn var dreift innritunarbeiðni til gesta.
 
Hjörtur Þórarinsson