Aðalfundur 2015
Hollvarðasamtök Fjölbrautaskóla Suðurlands
Aðalfundur 2015, haldinn 24.maí að lokinni brautskráningu kl. 16:15
Mættir: Hjörtur formaður, Anna gjaldkeri, Sigþrúður ritari, Helgi Hermannsson, Nanna Þorláksdóttir og Sandra D. Gunnarsdóttir.
- Hjörtur setti fund og bauð fundarmenn velkomna. Stakk upp á að Sandra stýrði fundi og undirrituð ritaði fundargerð. Samþykkt.
- Fundargerð síðasta aðalfundar borin upp og samþykkt samhljóða.
- Skýrsla stjórnar. Hjörtur bað Söndru fundarstjóra að lesa skýrsluna. Þar var farið yfir það helsta í starfi samtakanna, m.a:
- Þórsþing
- Verðlaunaafhendingar fyrir góðan námsárangur við brautskráningar
- Árgjald og form innheimtu
- Uppfærslu félagatals í október
- Heildartölur ársreikninga
- Námsstyrkir
- Tengsl við árgangahópa
- Anna gjaldkeri leggur fram reikninga ársins 2014 og skýrir þá
- Skýrsla stjórnar og reikningar borin undir atkvæði. Samþykkt samhljóða
- Rætt um innheimtumál og vandamál sem hafa komið upp þar að lútandi. Ákveðið að Anna og Helgi setji sig í samband við Aðalbjörgu Skúladóttur hjá Landsbankanum til að fá þau mál á hreint.
- Stjórnarkjör og kosning skoðunarmanna reikninga. Allir aðilar hafa gefið kost á sér áfram og því er stjórn Hollvarðasamtaka FSu þannig skipuð: Hjörtur Þórarinsson formaður, Anna S. Árnadóttir gjaldkeri, Sigþrúður Harðardóttir ritari, Nanna Þorláksdóttir fulltrúi starfsmanna, Þorkell Ingi Sigurðsson fulltrúi nemenda, Helgi Hermannsson starfsmaður samtakanna. Skoðunarmenn reikninga verða áfram Gunnar Bragi Þorsteinsson og Ásmundur Sverrir Pálsson.
- Önnur mál:
- Helgi talaði um að það mætti virkja Facebook-síðu samtakanna betur og reynt yrði að gera fleiri félaga virka. Hvatti stjórnarmenn til að stefna vinum inn á síðuna og láta það berast áfram að síðan skuli styrkt.
- Hjörtur sagði frá því að hann safnaði og hefði allta safna og haldið til haga blaðaúrklippum sem tengdust skólanum.
- Rætt um tengsl við árgangahópa vegna útskrifta. Nanna sagði frá því að hún reyndi alltaf í hvert sinn að ná til afmælisárganga en það gengi ekki vel, áhugi virtist ekki mikill. Ákveðið að reyna að nýta Facebooksíðuna betur í þessum tilgangi.
- Hjörtur ber upp fyrirspurn um það hvað gert skuli við gögn frá Þórsþingi, undirbúningsefni og afrakstur þingsins. Ákveðið að biðja bókasafn skólans að varðveita gögnin.
- Hjörtur sagði frá ljósmyndum sem hann á vegna fiskeldisbrautar sem starfrækt var við skólann á Kirkjubæjarklaustri.
Fleira ekki rætt, fundarstjóri þakkaði fyrir fundinn og sleit honum kl. 17:15
Sigþrúður Harðardóttir ritari