Aðalfundur 2017
Aðalfundur Hollvarðasamtaka Fjölbrautaskóla Suðurlands 2017
Haldinn 26/5 í FSu stofu 203 kl. 16:15
Mættir: Ingvar Pétur Guðjónsson nýkjörinn formaður skólanefndar FSu, Sigurður Sigursveinsson, Hjörtur Þórarinsson, Nanna Þorláksdóttir, Helgi Hermanns, Anna Árnad. og undirrituð.
- Formaður setti fund og gerð að tillögu sinni að Sigurður yrði fundarstjóri og Sigþrúður ritaði fundargerð. Það var samþykkt.
- Ritari las fundargerð síðasta aðalfundar
- Hjörtur kynnti formann skólanefndar og flutti síðan skýrslu stjórnar. Þar kom hann inn á fundafjölda ársins, verðlaunaveitingar við útskriftir, fjársöfnun vegna Hamars, verknámshúss og námsbókastyrk sem nú félli líklega niður þar sem ekki er lengur bóksala í skólanum. Hann fór einnig í stuttu máli yfir innheimtu félagsgjalda, uppfærslu félagaskrár (sem er í höndum Helga), sagði frá vef samtakanna á heimasíðu skólans, minntist á tengsl við árgangahópa vegna útskrifta og innritunarblöð sem liggja frammi við hverja útskriftarathöfn. Skýrsla stjórnar samþykkt.
- Anna gjaldkeri kynnti reikninga samtakanna fyrir árið 2016. Umræður um reikningana, þjónustugjöld og fleira. Rætt um að biðja endurskoðanda að stilla reikningum þannig upp að sjá megi tölur síðasta árs við hlið núverandi talna til að auðvelda samanburð milli ára. Stjórn samþykkti og undirritaði síðan reikningana sem skoðunarmenn höfðu þegar samþykkt.
- Hjörtur bar fram tillögu um að árgjald haldist óbreytt næsta ár. Samþykkt samhljóða. Ákveðið að endurskoða það að ári.
- Kosningar:
Stjórnin gefur öll kost á sér áfram og er því þannig skipuð: Formaður er Hjörtur Þórarinsson, gjaldkeri Anna Sigríður Árnadóttir og ritari Sigþrúður Harðardóttir. Fulltrúi starfsfólks er Nanna Þorláksdóttir (þar til annað kemur í ljós) og fulltrúi nemenda er Þórunn Ösp Jónsdóttir. Helgi Hermannsson veður áfram starfsmaður stjórnar og Ásmundur Sverrir Pálsson og Gunnar Bragi Þorsteinsson skoðunarmenn reikninga.
- Önnur mál:
- Anna afhenti Hirti blómvönd frá samtökunum í tilefni af stórafmæli hans í febrúar. Hann þakkaði fyrir sig með fallegum orðum og vék að því hve einstaklega ánægjulegt verkefni það hefði verið að taka þátt í stofnun skólans. Nokkrar umræður um þá einstöku samstöðu sveitarfélaganna sem hefur ríkt við þetta samvinnuverkefni sl. áratugi.
- Viðtöl. Björgvin Björgvinsson heldur áfram að taka viðtöl við fyrrum starfsmenn en Árni Erlingsson var ,,tekinn á beinið“ nýverið. Ómetanlegur fjársjóður að eiga viðtöl við þetta fólk sem tók þátt í að búa skólann til og starfaði þar áratugum saman.
- Skönnun á gömlum myndum. Örlygur ekki á fundinum til að segja frá stöðu mála varðandi þá vinnu. Rætt um hvað sé best að gera til að ná að merkja allar myndirnar og það fólk sem á þeim er. Rætt um að leita til Héraðsskjalasafns varðandi bestu leiðir til að gera myndasafnið sem aðgengilegast fyrir alla. Þetta þarf að skoða með Örlygi.
- Nanna bryddaði upp á umræðu sem áður hefur verið á dagskrá aðalfundar; verðlaun til verknámsnema frá Hollvörðum við brautskráningu. Umræður um það hvernig réttlætis og jafnræðis skuli best gætt. Olga Lísa skólameistari er með málið til skoðunar. Samþykkt að halda umræðunni um þetta mál opinni.
Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 17:16
Sigþrúður Harðardóttir ritari