Aðalfundur 2016
Aðalfundur Hollvarðasamtaka Fjölbrautaskóla Suðurlands haldinn í Þingdal í Odda föstudaginn 27. maí 2016 kl. 16:15
Mættir: Hjörtur formaður, Anna gjaldkeri, Nanna fulltrúi starfsmanna, Helgi Hermannsson starfsmaður, Örlygur Karlsson fyrrum skólameistari og undirrituð Sigþrúður Harðardóttir ritari.
- Hjörtur setti fund og bað Örlyg að taka að sér fundarstjórn og undirritaða að rita fundargerð. Samþykkt samhljóða.
- Ritari las fundargerð síðasta aðalfundar og var hún samþykkt.
- Formaður flutti skýrslu stjórnar. Þar fór hann yfir það helsta í starfi samtakanna frá síðasta aðalfundi. Skýrt var frá fjölda funda, verðlaunahöfum ársins úr hópi nýstúdenta, fréttabréfi, umræðum um félagsgjöld og félagatal, tengslum við árgangahópa vegna afmæla, skýrði frá kaupum og afhendingu á upptökuvél til skólans og fleira. Skýrsla stjórnar var borin upp og samþykkt.
- Gjaldkeri skýrði reikninga síðasta starfsárs. Nokkrar umræður voru um það hve illa hefði gegið að innheimta félagsgjöld og hvað væri til ráða varðandi það. Rætt um að setja valkvæðar kröfur inn í einkabanka hjá fleiri aðilum en nú er gert. Ákveðið að halda fund í haust og skipuleggja átak í inntöku nýrra félaga í samtökin. Reikningar bornir upp og samþykktir.
- Ákvörðun um árgjald. Nokkrar umræður um árgjaldið. Ákveðið að framhalda þeirri umræðu á haustfundi en stefna að og undirbúa hækkun árgjalds árið 2017 – en líklegt þarf aðalfundur að samþykkja slíka hækkun. Árgjaldið er nú kr. 1000 á einstakling en kr. 3700 á fyrirtæki.
- Kosningar. Stjórn gaf öll kost á sér aftur og var endurkjörin. Formaður verður Hjörtur Þórarinsson, gjaldkeri Anna Árnadóttir og ritari Sigþrúður Harðardóttir. Skoðunarmenn reikninga verða sem fyrr Ásmundur Sverrir Pálsson og Gunnar Bragi Þorsteinsson.
- Önnur mál.
- Umræður um gögn sem bæst hafa við vegna Þórsþings. Þau fara öll á bókasafn skólans.
- Helgi sagði frá þeim viðtölum sem tekin hafa verið við fyrrum starfsmenn og aðstandendur skólans og bæst hafa við fyrri viðtöl. Hjörtur Þórarinsson og Ólafur Th. Ólafsson hafa nú verið hljóðritaðir og var það Björgvin Björgvinsson sem ræddi við þá. Rætt um m ikilvægi þess að ræða við sem flesta þeirra sem fylgst hafa með uppbyggingu skólans og upplifðu fyrstu starfsárin Voru nokkur nöfn nefnd í þessu samhengi. Ákveðið að hefja nýtt viðtalstímabil í haust og mun Helgi halda utan um verkið.
- Örlygur hefur nú skannað u.þ.b. 5000 ljósmyndir úr sögu skólans. Nú liggur fyrir mikil vinna við skráningu þessara mynda og er nauðsynlegt að fá fleira starfsfólk til þess og fyrrum nemendur til að aðstoða við að bera kennsl á myndefnið. Allar myndir sem til eru frá fyrstu árum skólastarfs þyrftu að komast til Örlygs til skönnunar og var ákveðið að auglýsa eftir myndum, t.d. í Dagskránni.
- Anna skýrði frá viðskiptum samtakanna við Landsbankann og nokkurri óánægju vegna þeirra. Hún bað um heilmild fundarins til að athuga með að færa viðskiptin í annan banka. Fundurinn samþykkti það.
Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 17:24
Sigþrúður Harðardóttir ritari
Skýrsla stjórnar vegna ársins 2015
Í stjórn Hollvarðasamtaka Fjölbrautaskólans, sem kosin var á aðalfundinum 22. maí. 2015. eru Hjörtur Þórarinsson, formaður, Anna S. Árnadóttir gjaldkeri, SigþrúðurHarðardóttir ritari Nanna Þorláksd. fulltrúi starfsmanna skólans og fulltrúi úr nemendaráði, Þorkell Ingi Sigurðsson en næsta skólaár verður það Sigþór Constantin Jóhannsson og sérstakur starfsmaður Helgi Hermannsson.
Skráðir stjórnar- og vinnufundir voru 3 á árinu. Ákveðið var að nýta „Facebook“ betur og Helgi mun skrá alla stjórnarmenn þar svo þeir geti náð sem flestum gömlum nemendum í gegnum sína vinalista á Fb. Fréttabréf fer á Facebooksíðuna og heimasíðu skólans. Þá var samþykkt að kaupa og gefa skólanum myndbandsupptökutæki. Þetta tæki yrði notað til að taka upp viðtöl við fyrrum starfsmenn skólans. Fyrsta viðtalið var tekið við fyrsta formann skólanefndar (Hj.Þ) í des, Björgvin E. Björgvinsson og Helgi Hermannsson önnuðust það. Þá hefur Örlygur Karlsson hafist handa við skönnun á myndum úr sögu skólans.
Verðlaunaveitingar við brautskráningu: Námsstyrkir fyrir árið 2015 fóru til 3 nemenda á vorönn 60.000, kr. á hvern Aðalbjörg Ýr Sigurgeirsdóttir Barbara Meyer og Iðunn Rúnarsdóttir. Á haustönn fékk Halldóra Iris Magnúsdóttir kr 75.000.- námstyrk.
Fyrirliggjandi samþykkt er að heimila námsbókarstyrk í sérstökum tilfellum frá Hollvarðasamtökum FSu. fyrir einstaka nemendur FSu, sem lenda í algjörum vandræðum með námsbókakaup.
Fréttabréf var sent út í byrjun nóvember í héraðsfréttablöðin og á facebooksíðu samtakanna og sérstakt bréf til starfsmanna skólans. Samtímis voru greiðsluseðlar sendir út. Greiðsluseðlar til nýútskrifaðra nemenda voru valkvæðir en aðrir ekki. Skipt var um viðskiptabanka. Landsbankinn yfirtók öll viðskipti Sparisjóðs Vestmanneyja, sem hafði verið okkar viðskiptabanki.
Innheimta félagsgjalds 2015 Árgjaldið er nú kr 1.000, kr fyrir einstaklinga en 3.700 kr hjá fyrirtækjum og félagasamtökum. Félagsgjöldin voru hækkuð um 100 kr árið 2010 til að mæta póstkostnaði. Viðtakandi greiðir kröfu í heimabankanum sínum.
Fjárfestingar. Keypt var Video-upptökuvél Canon XF 100 Pro kr 292.507. Með bréfi dags. 19. des. var skólameistara afhent þessi vél sem gjöf frá Hollvarðasamtökunum
Uppfærsla félagatals til réttrar stöðu annaðist Helgi Hermannsson í október. Þá var eftirfarandi staða á félagskrá og greiðsla árgjalda:
„Það eru 355 skráðir einstaklingar, 54 fyrirtæki, 9 nýir starfsmenn sem fá boð og 176 útskrifaðir nemendur, þ.e. haust 2013 og vor 2014.
Síðasta ár skráðu 16 útskriftarnemar sig í félagið með því að borga. 20 skráðu sig í félagið á blöð sem lágu fyrir á útskriftum. 59 einstaklingar greiddu ekki árgjald í fyrra en 20 af þeim greiddu 2014 og fá því annað tækifæri. 39 félagsmenn hafa ekki greitt síðustu 2 ár og eru því afskrifaðir. 7 fyrirtæki greiddu ekki árgjald og fá 6 annað tækifæri en 1 fyrirtæki hættir rekstri”.
Yfirlit ársreiknings 2015
Tekjur ársins 2014: Framlög 290.000, kr. Vaxtagjöld umfram tekjur 4.696-kr. gjöld 574.563, Tap ársins 289.259. kr. Eignir í árslok 1.545.575, kr
Heimasíða skólans. Undir heimasíðu skólans fsu.is er vefur samtakanna og hefur Helgi Hermannsson kennari við skólann séð um þá síðu í samráði við stjórn. Skoða má síðuna undir liðnum “Samstarf” Helgi hefur einnig tekið að sér að halda utan um félagaskrá samtakanna og viðhald hennar. Helga eru færðar miklar þakkir fyrir þau tengsl sem hann hefur “netfest” milli okkar og hins mikla fjölda sem styrkir okkur í þögn en heldur tryggð við skólann sinn.
Námsstyrkir við skólaslit. Samþykkt var að veita námsstyrk til þess eða þeirra nemenda er fremst/ir stæði/u í námsafköstum meðal jafningja sinna við lokapróf frá skólanum á hvorri önn. Á 14 árum hafa 52 nemendur hlotið alls 2.775.000, kr Námsstyrkir, fyrir árið 2015 fóru til þriggja nemenda á vorönn 60.000, kr. á hvern, og eins nemanda á haustönn 75.000-kr námsstyrk.
Formaður fylgdi styrkveitingu eftir með eftirfarandi áherslu. Markmið samtakanna er annars vegar að auka tengsl FSu við fyrrum nemendur sína og aðra þá sem bera hag skólans fyrir brjósti, hins vegar að styrkja og efla skólanneftir fremst megni, fjárhagslega eða á annan hátt, en einnig og ekki síst að rækta og alefla samband félagsfólks sín á milli.
Við brautskráningu fengu allir nemendur penna með eftirfarandi áritun. Mundu FSu
Tengsl við árgangahópa var strax tekið fyrir og rætt að hafa samband við 20, 25 og 30 ára árganga af hvorri önn fyrir sig. Við leitum uppi nokkru fyrir skólaslit tengiliði frá þessum árgöngum og minnum þá á þessi tímamót. Enn sem komið er hafa yngstu hóparnir ekki skilað sér. Þess gætir meir hjá þeim eldri að koma við skólaslit. Meðan takmörkuð hefð hefur náð að festast þá geta þessi samtök styrkt þann þátt að eldri árgangar komi á útskriftarhátíðir og láti í ljós ræktarsemi við skólann um leið og þeir nýta sér þann fagnað sem þar verður að hitta gamla skólafélaga. Við skólaslit á vor- haustönn var dreift innritunarbeiðni til gesta og þeir hvattir til þátttöku í samtökum þessum.
Selfossi 25. maí 2016