Aðalfundur 2018
Aðalfundur Hollvarðasamtaka FSu 2018
Haldinn 26. maí í Fjölbrautaskóla Suðurlands stofu 201 kl. 16:15
Fundarmenn: Hjörtur formaður, Sigþrúður ritari, Nanna fulltrúi starfsmanna, Helgi starfsmaður og Ingvar Pétur formaður skólanefndar.
- Hjörtur formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna. Flutti kveðju Önnu gjaldkera sem var forfölluð. Hann stakk upp á Ingvari Pétri sem fundarstjóra og undirritaðri sem fundarritara. Þau þökkuðu traustið og tóku til starfa.
- Ritari las fundargerð síðasta aðalfundar . Hún borin upp og samþykkt.
- Formaður flutti skýrslu stjórnar sl. ár. Þar kom hann inn á alla þætti starfsins, s.s. fjölda stjórnarfunda og viðtölum (hljóðupptökum) við fyrrum starfsmenn skólans í þeim tilgangi að varðveita sem best sögu skólans. Einnig sagði hann frá þeim verðlaunum sem samtökin hafa veitt fyrir framúrskarandi árangur, minntist á útgáfu fréttabréfs, innheimtu félagsgjalda og innritunarblöð sem liggja jafnan á borðum við hverja útskrift og skila alltaf einhverjum nýjum félögum. Að lokum gat Hjörtur um vef samtakanna á heimasíðu Fjölbrautaskólans og tilraunir til að ná sambandi við afmælisárganga.
- Reikningar.
Formaður lagði fram reikninga fyrir árið 2017 þar sem gjaldkeri var ekki til staðar. Nokkrar umræður um reikningana og kynnt sú ákvörðun stjórnar að hækka verðlaunafé á hvern einstakling þetta árið. Reikningar samþykktir samhljóða.
- Nanna kynnti hugmynd varðandi það að ná sambandi við eldri árganga og kynnti bréf varðandi slíkt úr öðrum skóla, þar sem skólinn kom beinlínis að því að hafa samband við fyrrum nemendur. Ákveðið að ritari og Nanna tækju að sér að senda erindi á stjórn skólans um slíkt.
- Árgjald. Lögð fram tillaga um að hafa árgjald óbreytt fyrir næsta ár. Einstaklingar
kr. 1000 og fyrirtæki kr. 3700
- Kosningar.
Stjórn gefur kost á sér áfram; Hjörtur sem formaður, Anna gjaldkeri og Sigþrúður ritari. Engin mótframboð bárust og stjórn verður því óbreytt. Nanna, fulltrúi starfsmanna er komin á eftirlaun en ætlar sjálf að leita leiða til að finna nýjan fulltrúa starfsmanna í stjórn. Skoðunarmenn reikninga verða áfram þeir Ásmundur Sverrir Pálsson og Gunnar Bragi Þorsteinsson.
- Önnur mál:
- Umræður um námstyrki til iðnnema og einnig hvort með einhverju móti megi líta til starfsbrautar þegar veittar eru viðurkenningar við brautskráningar. Ákveðið að halda þessari umræðu opinni gagnvart skólastjórn fyrir næstu brautskráningu.
- Hjörtur afhenti Ingvari Pétri formanni skólanefndar punkta sem hann hafði tekið saman varðandi sögu skólans.
- Helgi Hermannsson ræddi um framhald á viðtölum við fyrrum starfsmenn. Segir brýnt að halda áfram með þetta mikilvæga og skemmtilega verkefni.
Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 17:13
Sigþrúður Harðardóttir ritari