Aðalfundur 2020

Aðalfundur Hollvarðasamtaka Fjölbrautaskóla Suðurlands árið 2020

Haldinn í skólanum þriðjudaginn 26. maí 2020 kl. 15:30

Mættir: Örlygur, Anna, Sigþrúður, Andrea úr stjórn og Helgi starfsmaður stjórnar. Auk þess Sigurður Sigursveinsson og Hjörtur Þórarinsson.

  1. Örlygur formaður setur fund og stingur upp á Sigurði sem fundarstjóra og undirritaðri sem ritara. Samþykkt samhljóða.
  2. Ritari les fundargerð síðasta aðalfundar og var hún samþykkt.
  3. Formaður flytur skýrslu stjórnar frá síðasta ári.  Þar er sagt frá því helsta í starfinu, s.s. fundahöldum, verðlaunaafhendingum við brautskráningu, og öðrum styrkjum til nemenda. Einnig minnst á útgáfu fréttabréfs og innheimtu félagsgjalda, uppfærslu félagatals og ársreikninga samtakanna. Þá er sagt frá því hvar finna má síðu samtakanna á heimasíðu FSu og hnykkt í lokin á markmiðum samtakanna.  Skýrslan samþykkt samhljóða.
  4. Gjaldkeri leggur fram reikninga félagsins fyrir árið 2019. Þeir samþykktir samhlóða.
  5. Tillaga formanns um hækkun árgjalds borin upp. Lagt til að árgjald einstaklinga hækki í kr. 2000 og árgjald fyrirtækja verði áfram kr. 5000. Tillagan samþykkt eftir nokkrar umræður.
  6. Kosning stjórnar. Stjórnin gefur öll kost á sér áfram. Því veður Örlygur formaður, Anna gjaldkeri og Sigþrúður ritari næsta árið, Andrea verður áfram fulltrúi starfsmanna og Helgi starfsmaður stjórnar.
  7. Kosning endurskoðenda. Þeir verða áfram Ásmundur Sverrir Pálsson og Gunnar Bragi Þorsteinsson.
  8. Önnur mál:
  • Rætt um kórstarf og mögulega endurvakningu kórs FSu. Engin niðurstaða hefur fengist í það mál en Örlygur kynnti hugmynd um mögulegan kóráfanga. Þó ekkert verið ákveðið í þeim efnum.
  • Örlygur leggur fram nöfn þeirra sem bestum árangri hafa náð á önninni og þar með styrkhöfum Hollvarðasamtakanna. Að þessu sinni eru það tveir einstaklingar sem skara fram úr og hljóta kr. 75.000 hvor í námsstyrk.
  • Rætt um afmælisgjöf til skólans á 40 ára afmælinu 2021. Ýmsar hugmyndir ræddar en ákveðið að bíða með ákvörðun til hausts.
  • Rætt um hugmyndir sem fram hafa komið áður og ræddar við stjórnendur um að fá manneskju í ákveðnu starfshlutfalli til að halda utan um minjar skólans og myndir.
  • Umræður um þá nemendur sem hafa fengið styrk frá samtökunum í gegnum árin og að forvitnilegt væri að taka saman hvað hefði orðið um þá nemendur. Ákveðið að skoða það í haust, skipta nöfnum á milli stjórnarmanna og reyna að hafa upp á þessu fólki.
  • Rætt um mögulega minjagripagerð í stað pennanna sem áður hafa verið afhentir við útskrift, t.d. nælu. Rætt nánar á haustfundi.
  • Ákveðið að halda haustfund stjórnar 29. september 2020

 

Fleira ekki rætt og fundi slitið um kl. 16:30

Sigþrúður Harðardóttir ritari