Aðalfundur 2021

Aðalfundur Hollvarðasamtaka Fjölbrautaskóla Suðurlands árið 2021

Haldinn í skólanum fimmtudaginn 26.ágúst 2021 kl. 16:30

Mættir: Örlygur, Anna, Sigþrúður, Andrea  og Helgi starfsmaður stjórnar.

  1. Örlygur formaður setti fund og þar sem ekki voru aðrir en stjórnarmenn viðstaddir var stungið uppá Örlygi sem fundarstjóra og undirritaðri sem ritara. Samþykkt samhljóða.
  2. Ritari las fundargerð síðasta aðalfundar og var hún samþykkt.
  3. Formaður flutti skýrslu stjórnar frá síðasta ári.  Þar er sagt frá því helsta í starfinu, s.s. fundahöldum, verðlaunaafhendingum við brautskráningu, og öðrum styrkjum til nemenda. Á árinu urðu þær breytingar í stjórn að Anna og Sigþrúður skiptu um hlutverk og Anna tók við sem ritari en Sigþrúður sem gjaldkeri.Einnig minnst á útgáfu fréttabréfs og innheimtu félagsgjalda, uppfærslu félagatals og ársreikninga samtakanna. Þá var  sagt frá því að tveir starfsmenn skólans sem létu af störfum á árinu hafi verið heiðraðir og að auki fengið blóm frá Hollvörðum. Skýrslan samþykkt samhljóða.
  4. Gjaldkeri lagði fram reikninga félagsins fyrir árið 2020. Rætt um þjónustugjöldin og samþykkt að leita tilboða í þau en síðan voru reikningarnir samþykktir samhlóða.
  5. Tillaga stjórnar um að árgjaldið 2021 verði óbreytt; 2000 krónur á einstaklinga og 5000 krónur á fyrirtæki var samþykkt samhljóða.
  6. Kosning stjórnar. Stjórnin gefur öll kost á sér áfram og verður því óbreytt;  Örlygur formaður, Sigþrúður gjaldkeri og Anna ritari næsta árið, Andrea verður áfram fulltrúi starfsmanna og Helgi starfsmaður stjórnar.
  7. Kosning endurskoðenda. Þeir verða áfram Ásmundur Sverrir Pálsson og Gunnar Bragi Þorsteinsson.

 

  1. Önnur mál:
  • Rætt um 40 ára afmælið en hátíðinni hefur verið frestað um sinn vegna Covid-pestarinnar. Ákveðið að bíða með afmælisgjöfina þangað til málverkið af skólanum er tilbúið.
  • Rætt um að hafa kynningu fyrir starfsmenn og Ungmennafélagið. Myndakvöld og e.v.t. léttar veitingar í samstarfi við starfsmannafélagið.
  • Rætt um mögulega minjagripagerð í stað pennanna sem áður hafa verið afhentir við útskrift og ýmsar hugmyndir reifaðar.

Fleira ekki rætt og fundi slitið um kl. 18.00

Anna Árnadóttir ritari

Skýrsla stjórnar vegna ársins 2020

Í stjórn Hollvarðasamtaka  Fjölbrautaskólans, sem kosin var á aðalfundinum 26. maí. 2020, eru Örlygur Karlsson, formaður, Anna S. Árnadóttir gjaldkeri, Sigþrúður Harðardóttir ritari, Andrea Inga Sigurðardóttir, fulltrúi  starfsmanna skólans. Einnig er fulltrúi úr nemendaráði í stjórn. Helgi Hermannsson er sérstakur starfsmaður stjórnar. Þær Anna og Sigþrúður skiptu um hlutverk á stjórnarfundi. Anna tók við sem ritari og Sigþrúður sem gjaldkeri. Annað óbreytt.

Vinnufundir stjórnar fóru fram á netinu og í síma. Þar var gengið frá námsverðlaunum, fjármálum og rekstrarhorfum samtakanna.  Fréttabréf fór á  facebook-síðuna og heimasíðu skólans.  Haldnir voru tveir fundir stjórnar, 5. maí og 15. desember.

Skráning á sögu skólans í tali og myndum, hefur ekki verið haldið áfram.

Verðlaunaveitingar við brautskráningu: Námsstyrkir fyrir árið 2020 fóru til tveggja  nemenda á vorönn, 75.000, til þeirra Ólafar Maríu Stefánsdóttur og Aldísar Elvu Róbertsdóttur. Á haustönn var veittur styrkur til eins nemanda Þórunnar Önnu Guðbjartsdóttur kr. 75.000 .

Stuðningsstyrkir til nemenda: Veittur var styrkur til nemenda frá Hollvarðasamtökum  FSu  62.995 kr. vegna fartölvukaupa.

Fréttabréf var sent út um miðjan nóvember á facebook-síðu samtakanna og til fyrirtækja sem styrkja Hollvarðasamtökin. Sérstakt sniglabréf sent til Kvennfélaganna í þetta sinn.  Ekki varð úr að senda sérstakt bréf til starfsmanna skólans þetta árið.  Einnig voru greiðsluseðlar sendir út.

Innheimta félagsgjalds 2020. Árgjaldið var  hækkað í kr. 2.000 á aðalfundinum fyrir einstaklinga en var áfram óbreytt 5.000 kr.  hjá fyrirtækjum og félagasamtökum. Viðtakandi greiðir kröfu í heimabankanum sínum.

 

Yfirlit  ársreiknings 2020

Tekjur ársins 2020: Framlög 900.000 kr. Vaxtatekjur  umfram gjöld 11.594 kr.  Gjöld 395.279 kr.  Hagnaður  ársins  493.127 kr.  Eignir í árslok 2.089.067 kr.

 

Heimasíða skólans. Undir heimasíðu skólans fsu.is er vefur samtakanna og hefur  Helgi Hermannsson kennari við skólann séð um þá síðu í samráði við stjórn. Skoða má síðuna  undir liðnum “Samstarf” á fsu.is. Helgi hefur einnig  tekið að sér að halda utan um félagaskrá samtakanna og viðhald hennar.   Helga  eru færðar miklar þakkir fyrir þau tengsl sem hann hefur “netfest” milli okkar og hins mikla fjölda sem styrkir okkur í þögn en heldur tryggð við skólann sinn.

Námsstyrkir við skólaslit.  Samþykkt  var að veita námsstyrk til þess eða þeirra nemenda er fremst/ir stæði/u í námsafköstum meðal jafningja sinna við lokapróf frá skólanum á hvorri önn.  75 nemendur hafa nú hlotið námsstyrki frá Hollvarðasamtökunum frá upphafi 2002.

 

Tveir starfmenn skólans sem létu af störfum  voru heiðraðir við brautskráningu vorannar 2020, þeir Arnlaugur Bergsson og Þórarinn Ingólfsson. Formaður Hollvarðasamtakanna, Örlygur Karlsson flutti þeim kveðju við brautskráningu og voru þeim einnig færð blóm frá samtökunum. Arnlaugur og Þórarinn hófu störf við skólann 1981 og voru þeir síðustu er létu af störfum þeirra brautryðjenda er hófu störf við FSu þegar hann var stofnaður haustið 1981.

Formaður mætti ekki í brautskráningu á haustönn 2020 vegna Covid- pestarinnar en skólameistari Olga Lísa Garðarsdóttir flutti kveðju frá formanni Hollvarða og afhenti námstyrkina fyrir hönd Hollvarða.

 

Selfossi 26. ágúst 2021     

 

Örlygur Karlsson