Aðalfundur 2022
Aðalfundur Hollvarðasamtaka Fjölbrautaskóla Suðurlands 21.maí 2022
Mættir: Örlygur, Anna, Sigþrúður, Vera, Hjörtur og Helgi starfsmaður stjórnar.
- Örlygur formaður setti fund kl. 16.00 og var stungið uppá Örlygi sem fundarstjóra og undirritaðri sem ritara. Samþykkt samhljóða.
- Ritari las fundargerð síðasta aðalfundar og var hún samþykkt.
- Formaður flutti skýrslu stjórnar frá síðasta ári. Þar er sagt frá því helsta í starfinu, s.s. fundahöldum, verðlaunaafhendingum við brautskráningu, og öðrum styrkjum til nemenda.Einnig minnst á útgáfu fréttabréfs og innheimtu félagsgjalda, uppfærslu félagatals og ársreikninga samtakanna. Skýrslan samþykkt samhljóða.
- Gjaldkeri lagði fram reikninga félagsins fyrir árið 2021. Rætt um þjónustugjöldin og samþykkt að leita tilboða í þau en það hefur ekki náðst að gera frá síðasta aðalfundi. Reikningarnir samþykktir samhljóða.
- Tillaga stjórnar um að árgjaldið 2022 verði óbreytt; 2000 krónur á einstaklinga og 5000 krónur á fyrirtæki var samþykkt samhljóða.
- Kosning stjórnar. Örlygur formaður gefur ekki kost á sér áfram en Vera Valgarðsdóttir, sem mætti á fundinn þar sem farið hafði verið fram á að hún tæki að sér embættið, var samþykkt sem nýr formaður með lófataki. Sigþrúður gjaldkeri og Anna ritari tóku að sér að vera áfram næsta ár, Andrea verður áfram fulltrúi starfsmanna og Helgi starfsmaður stjórnar.
- Kosning endurskoðenda. Þeir verða áfram Ásmundur Sverrir Pálsson og Gunnar Bragi Þorsteinsson.
- Önnur mál:
- Rætt um að Hollvarðasamtökin verði 20 ára á þessu ári og stungið uppá að halda vísnakvöld í tilefni þess. Fundarmenn ætla að hittast í ágúst og skipuleggja. Eins rætt um að vekja athygli á Hollvörðum í kringum 13.september, afmælisdag Fsu.
- Rætt um að hafa kynningu fyrir starfsmenn og Ungmennafélagið. Myndakvöld og e.v.t. léttar veitingar í samstarfi við starfsmannafélagið.
Fleira ekki rætt og fundi slitið um kl. 16.30
Anna Árnadóttir ritari