Aðalfundur 2023
Aðalfundur Hollvarðasamtaka Fjölbrautaskóla Suðurlands 26.maí 2023
Mættir: Vera, Andrea, Anna, Örlygur, Hjörtur, Sigrún Hjartardóttir og Helgi starfsmaður stjórnar.
- Vera formaður setti fund kl. 16.00 og var stungið uppá Örlygi sem fundarstjóra og undirritaðri sem ritara. Samþykkt samhljóða.
- Ritari las fundargerð síðasta aðalfundar og var hún samþykkt.
- Formaður flutti skýrslu stjórnar frá síðasta ári. Þar er sagt frá því helsta í starfinu, s.s. fundahöldum, verðlaunaafhendingum við brautskráningu, og öðrum styrkjum til nemenda.Einnig minnst á útgáfu fréttabréfs og innheimtu félagsgjalda, uppfærslu félagatals og ársreikninga samtakanna svo og vísnakvöld og kórstarf. Skýrslan samþykkt samhljóða.
- Andrea lagði fram reikninga félagsins í forföllum gjaldkera fyrir árið 2022. Rætt um útgjöldin sem eru að venju aðallega styrkir, um vaxtakjör og nauðsyn þess að endurskoða þau nú í ljósi vaxtabreytinga. Reikningarnir samþykktir og undirritaðir.
- Tillaga stjórnar um að árgjaldið 2023 verði óbreytt; 2000 krónur á einstaklinga og 5000 krónur á fyrirtæki var samþykkt samhljóða.
- Kosning stjórnar. Stjórnarmenn gefa kost á sér áfram og var það samþykkt samhljóða. Andrea verður áfram fulltrúi starfsmanna og Helgi starfsmaður stjórnar.
- Kosning endurskoðenda. Þeir verða áfram Ásmundur Sverrir Pálsson og Gunnar Bragi Þorsteinsson.
- Önnur mál:
- Rætt um viðtölin sem verið er að taka við eldri starfsmenn skólans og hvað eigi að gera við þau. Er hægt að setja þau inn á síðu Hollvarða, eigum við að stefna að útgáfu 50 ára afmælisrits eða tengja Youtube í gegnum gmail. Helgi fer í málið og athugar með uppfærslu á heimasíðunni.
Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 16.50
Anna Árnadóttir ritari