Fréttabréf 2014
Fréttabréf nóv. 2014
Markmið samtakanna
Markmið samtakanna eru annars vegar að auka tengsl FSu við fyrrum nemendur sína og aðra þá sem bera hag skólans fyrir brjósti og hins vegar að styrkja og efla skólann eftir fremsta megni, fjárhagslega eða á annan hátt.
Helstu verkefni
Hollvarðasamtökin hafa verið aðilar að 25 og 30 ára afmælishátíðum FSu. Námsstyrkir hafa verið veittir til 46 brottfarenda á s.l. 13 árum Þá hafa verið veittir styrkir til bókasafnsins, skólakórsins, söguskráningu skólans og sönglagakeppni. Tengsl við afmælisárganga skólans hafa verið öll árin og kynning á starfseminni hefur farið fram við skólaslit.
Skráðir félagar
Í ársbyrjun voru skráðir félagar 354 og 36 fyrirtæki Þetta er hópurinn sem stendur á bak við starfsemi samtakanna og gefur möguleika á að veita hina ýmsu styrki til skólans og nemenda hans. Árgjaldið hefur verið óbreytt í 12 ár. Fyrirtæki greiða 3.700 kr. en einstaklingar 1.000 kr.
Aðalfundur og stjórn Hollvarðasamtaka FSu
Aðalfundur hefur verið haldinn að lokinni útskrift á vorönn. Við útskriftarathöfn hafa alltaf nokkrir aðstandendur nemenda bæst í hópinn. Árið eftir að brottfarendur hafa kvatt skólann fá þeir sent boð um að skrá sig í samtökin.
Í minningu Þórs Vigfússonar fv. skólameistara sem lést 5. maí 2013 var haldið þing 6. apríl 2014. Þar fluttu samstarfsmenn og nánir kunningjar Þórs erindi til að heiðra minningu hans. Dagskráin stóð yfir í 3 og hálfan tíma. Áheyrendur voru nær 300 manns.
Stjórn samtakanna skipa: Hjörtur Þórarinsson formaður, Anna Árnadóttir gjaldkeri, Sigþrúður Harðardóttir ritari, Nanna Þorláksdóttir fulltrúi starfsmanna skólans og Halldóra Íris Magnúsdóttir fulltrúi nemenda. Helgi Hermannsson er starfsmaður stjórnar.
Heimasíða skólans og tengsl við félagana
Undir heimasíðu skólans fsu.is er vefur samtakanna og hefur Helgi Hermannsson kennari við skólann séð um þá síðu í samráði við stjórn. Skoða má síðuna undir liðnum “Samstarf” á fsu.is. Samtökin eru einnig með facbook síðu https://www.facebook.com/HollvardasamtokFsu Helgi hefur einnig tekið að sér að halda utan um félagaskrá samtakanna og viðhald hennar.
Nöfn:
Hjörtur Þórarinsson, formaður
Anna Árnadóttir galdkeri
Sigþrúður Harðardóttir ritari
Nanna Þorláksdóttir
Helgi Hermannsson starfsm.