Fréttabréf 2016
Hollvarðarsamtök FSu Fréttabréf 2016
„Markmið samtakanna er annars vegar að auka tengsl FSu við fyrrum nemendur sína og aðra þá sem bera hag skólans fyrir brjósti, hins vegar að styrkja og efla skólann eftir fremsta megni, fjárhagslega eða á annan hátt, en einnig og ekki síst að rækta og alefla samband félagsfólks sín á milli“.
Styrkveitingar. Námsstyrkir að upphæð 2.925.000 kr. hafa verið veittir til 54 útskriftarnemenda á sl. 15 árum Þá hafa verið veittir styrkir til bókasafnsins, skólakórsins, söguskráningu skólans, sönglagakeppni og til tækjakaupa.
Skráning á sögu skólans. Hafin er hljóðritun viðtala við eldri starfsmenn skólans, sem upplifðu fyrstu starfsárin. Einnig hafa yfir 6000 ljósmyndir úr sögu skólans hafa verið skannaðar og hægt er að nálgast hluta af þeim á youtube síðu FSu.
https://www.youtube.com/user/FjolbrautSudurlands
Tengsl við afmælisárganga. Hollvarðasamtökin hafa haft viðhaldið tengslum við afmælisárganga skólans . Einnig hafa samtökin verið aðilar að 25 ára og 30 ára afmælishátíðar samkomum. Kynning á starfsemin samtakanna hefur einnig farið fram við skólaslit, samfara verðlaunaafhendingu. .
341 félagar og 23 fyrirtæki greiddu árgjald fyrir árið 2015.
Þetta er hópurinn sem stendur á bak við starfsemi samtakanna og gefur möguleika á að veita hina ýmsu styrki til skólans og nemenda hans. Árgjaldið hefur verið óbreytt í 15 ár. Fyrirtæki greiða 3.700 kr. en einstaklingar 1.000 kr.
Undir heimasíðu skólans fsu.is er vefur samtakanna. Skoða má síðuna undir liðnum “Samstarf” á fsu.is. en slóðin er http://www.fsu.is/is/um-skolann/samstarf/hollverdir
Einnig eru samtökin með facebook síðu með slóðinni: https://facebook.com/HollvardasamtokFsu
Vegna fjáröflunar við búnað í nýtt Verknámshús FSu er ákall til allra velunnara og hollvarða FSu að veita öflugan stuðning. Með því móti er verið að tryggja að ungmenni á Suðurlandi fái bætt skilyrði til náms og á sama tíma verður námið skilvirkara og betra, bæði fyrir nemendurna og ekki síður samfélagið í heild. Nú þegar hafa nokkur velviljuð fyrirtæki styrkt skólann með fjármagni og/eða tækjabúnaði. En betur má ef duga skal. Af áratuga fjársvelti til búnaðarkaupa er þörfin brýn
Stjórn samtakanna skipa: Hjörtur Þórarinsson formaður, Anna Árnadóttir gjaldkeri, Sigþrúður Harðardóttir ritari, Nanna Þorláksdóttir fulltrúi starfsmanna skólans og Sigþór Constantin Jóhannsson fulltrúi nemenda.
Helgi Hermannsson er starfsmaður stjórnar.