Fréttabréf 2019

Fréttabréf Hollvarðasamtakanna nóvember 2019

 

„Snjallráð í hausinn á snillingi datt

Snaraði‘ hann sáðkorni‘ í mýrlendið flatt.

Loks upp úr sáðblautum sverðinum spratt

Sólgulur skóli hratt“ (BEB)

 

Ágætu Hollverðir og vinir Fjölbrautaskóla Suðurlands

 

Nú er komið að því: Guli góði skólinn okkar þarf enn og aftur á ykkar hjálp að halda. Enn er gjaldið bara 1000 kr. á einstakling. (Tveggja lítra Coca Cola  kostar ca. 1.299 kr. J) „Markmið samtakanna er að auka tengsl skólans við fyrrum nemendur sína og aðra þá sem bera hag hans fyrir brjósti. Einnig að styrkja og efla skólann eftir fremsta megni, fjárhagslega eða á annan hátt.“

Hollverðirnir hafa veitt námsstyrki við brautskráningu og styrki  til bókasafnsins, skólakórsins, söguskráningu skólans og sönglagakeppni og margt fleira.  

Nú nálgast 40 ára afmæli skólans. 13. september 2021 verður skólinn 40 ára. Við þurfum að efla sjóð Hollvarða til þess að geta tekið þátt í öflugri afmælishátíð með góðum gjöfum, þátttöku og stuðningi af ýmsu tagi.

Kæru félagar styrkið Hollvarðasamtökin og fáið félaga ykkar sem voru í skólanum með ykkur til að ganga í samtökin og aðra sem þið þekkið. Það munar um hvern og einn.

Árgjaldið hefur verið óbreytt í 17 ár einstaklingar greiða 1.000 kr. en fyrirtæki greiða 5.000 kr.
Reikningsnúmer Hollvarðasamtakanna er 1169-26-302, kt. 620302-3680. Hægt er að hafa samband við formann Hollvarðasamtakanna Örlyg Karlsson í síma 862-7556 til að gerast félagi eða senda tölvupóst á netfangið orlygurk@gmail.com.

Undir heimasíðu skólans fsu.is er vefur samtakanna og hefur Helgi Hermannsson, kennari við skólann og starfsmaður samtakanna, séð um þá síðu í samráði við stjórn. Skoða má síðuna undir liðnum “Samstarf” á fsu.is. en slóðin er http://www.fsu.is/is/um-skolann/samstarf/hollverdir

Fylgist endilega með facebook síðu samtakanna og einnig með heimasíðunni.

Stjórn samtakanna:
Örlygur Karlsson formaður.
Anna Árnadóttir gjaldkeri.
Sigþrúður Harðardóttir ritari.
Andrea Inga Sigurðardóttir fulltrúi starfsmanna skólans.

Starfsmaður stjórnar er Helgi Hermannsson