Grunnmenntabrú

Grunnmenntabrú er 90 eininga námsbraut á fyrsta hæfniþrepi. Námið er ætlað nemendum sem hafa ekki náð fullnægjandi námsárangri (einkunn D) í einni eða fleiri kjarnagreinum grunnskóla (íslensku, ensku og stærðfræði). Inntökuskilyrði á brautina eru að nemendur hafi lokið grunnskóla.

Markmið með námi á brautinni er að vekja áhuga nemandans á námi í framhaldsskóla og styrkja námshæfni hans. Hópastærð á brautinni er takmörkuð við 10-15 nemendur og námstíminn getur verið allt frá einni upp í fjórar annir. Mikið samráð er við forráðamenn nemenda. Nemendur fá aðhald og stuðning í námi til að ná markmiðum sínum. Náminu lýkur með framhaldsskólaprófi en eftir að hafa lokið  kjarnagreinum á 1. þrepi geta nemendur innritast á aðrar námsbrautir skólans óski þeir eftir því.

Röðun í byrjunaráfanga í kjarnagreinumm (ensku, íslensku og stærðfræði) tekur mið af hæfnieinkunn úr grunnskóla. Þetta á einnig við um dönsku. Námsgengi ræður síðan hve fljótt nemandinn nær hæfni til að hefja nám á öðru hæfniþrepi. Nánari leiðbeiningar um inntökuskilyrði og röðun í kjarnaáfanga.

Brautarlýsing í námskrárgrunni: námskrá.is

Kjarni 
Námsgrein Þrep 1 Þrep 2 Þrep 3 ein.
enska ENSK1HA05  
   
  ENSK1HF05      
félagsfræði FÉLA1SA05*      
íslenska ÍSLE1GA05      
  ÍSLE1GB05      
íþróttir ÍÞRÓ1ÞH03  ÍÞRÓ2ÞL03    
náms- og starfsfræðsla NÁSS1GA05      
  NÁSS1GB05      
skólabragur BRAG1SA01      
  BRAG1SB01      
stærðfræði STÆR1AA05      
  STÆR1BB05      
umhverfisfræði UMHV1SU05*      
        59
Brautarval nem. velja 30 ein.  
Námsgrein Þrep 1 Þrep 2 Þrep 3 ein.
danska  DANS1DL05  DANS2FJ05    
enska    ENSK2HB05    
hárgreiðsla HÁRG1VA03      
hönnun og textíll    HÖTE2HU05    
íslenska    ÍSLE2OS05    
kvikmyndasaga KVIK1KH05      
kynjafræði   KYNJ2GR04    
leiklist LEIK1AA05      
listir og menning LIME1IN05      
matreiðsla MATR1VA05      
málmsmíði MÁLM1VA05      
raflagnir RAFL1VA05      
stærðfræði STÆR1AJ05      
sálfræði SÁLF1SD05      
trésmíði TRÉS1VA05      
tölvunarfræði TÖLF1AS05      
tölvunotkun TÖLN1GR05      
        30
Nem. velja 2 ein.
Námsgrein Þrep 1 Þrep 2 Þrep 3 ein.
íþróttir    ÍÞRÓ2AL02    
     ÍÞRÓ2BA02    
     ÍÞRÓ2BL02    
     ÍÞRÓ2JÓ02    
     ÍÞRÓ2KK02    
     ÍÞRÓ2KN02    
     ÍÞRÓ2ÚF02    
     ÍÞRÓ2ÞR02    
     2
 Samtals kjarni brautar    90

 

Námið á grunnmenntabrú skiptist í kjarna og val ásamt íþróttum. Einingafjöldi á fyrstu önn skal ekki fara yfir 25-29 einingar. Heildareiningafjöldi eftir fyrstu önn byggir á námsgengi á fyrri önn. Þegar nemendum gengur vel getur einingafjöldi verið allt að 34-35 einingar. Þegar nemendum gengur illa þá fækkar einingunum.

 

Síðast uppfært 26. september 2024