116 brautskráðir
20.05.2012
Brautskráning fór fram í FSu föstudaginn 18. maí. Alls útskrifaði skólinn 116 nemendur að þessu sinni, þar af 65 stúdenta. Flestir brautskráðust af félagsfræðibraut eða 29 nemendur, 19 nemendur brautskráðust af náttúrufræðibraut, 7 af málabraut, 2 af viðskipta- og hagfræðibraut og 10 luku viðbótarnámi við stúdentspróf að loknu starfsnámi. Fjórtán nemendur brautskráðust af tveimur brautum.