130 brautskráðir úr FSu
25.05.2009
Föstudaginn 22. maí voru 130 nemendur brautskráðir frá FSu. Er þetta fjölmennasti útskriftarhópurinn frá upphafi. Auk hefðbundinna atriða við brautskráningu léku nýstúdentarnir Erla Hezal Duran og Þorbjörg Matthíasdóttir lag úr Töfraflautunni eftir Mozart. Tónlist tengdist einnig ávarpi skólameistara því þar tvinnaði hann meðal annars saman upplifanir sínar úr Japansheimsókn nýverið og silfurlagið úr Evrópusögvakeppninni. Að útskrift lokinni var öllum boðið að þiggja veitingar í Odda.