Academia í FSu
02.04.2009
Á fimmtudaginn komu í heimsókn í FSu þátttakendur í Academia verkefninu sem er á vegum Evrópumiðstöðvar náms- og starfsráðgjafa. Um var að ræða 19 náms- og starfsráðgjafa frá ýmsum löndum í Evrópu; Íslandi, Spáni, Svíþjóð, Danmörku, Eistlandi, Írlandi, Bretlandi, Frakklandi og Tékklandi.
Náms- og starfsráðgjafarnir Agnes og Anna Fríða ásamt Lárusi alþjóðafulltrúa FSu tóku á móti gestunum, sýndu þeim skólann og fræddu um hann.