AÐ HÆTTI HNALLÞÓRU
30.03.2023
Ein af starfsmannahefðum í skólastarfi FSu er að halda AFMÆLISKAFFI. Það er haldið fjórum sinnum á ári og felst í því að afmælisbörn þriggja mánaða í senn taka sig saman og baka og bjóða samstarfsmönnum sínum upp á góðmeti að hætti Hnallþóru.
Nýjasta afmæliskaffið var haldið að morgni 29. mars og sameinuðust þau sem fædd eru í janúar, febrúar og mars - eða undir merkjum steingeitar, vatnbera, fiskanna og hrútsins – að bera kræsingar á borð fyrir hina. Allt fór sérlega vel fram og magar fylltust og hláturæðar opnuðust. Auk þess fengu þeir starfsmenn sem eiga stórafmæli á árinu viðurkenningu og klapp og síðan var aftur haldið á ný til kennslu og starfa.
jöz.