Aðalfundur foreldraráðs FSu
25.09.2014
Foreldraráð Fjölbrautaskóla Suðurlands
Aðalfundur foreldraráðs Fjölbrautarskóla Suðurlands verður haldinn í sal skólans í Odda þriðjudaginn 14. október 2014 kl. 20:00
Dagskrá fundar:
1. Skýrsla stjórnar
2. Lagabreytingar
3. Kosning tveggja fulltrúa í stjórn foreldraráðs
4. Önnur mál
Að loknum aðalfundi verður fræðslufyrirlestur á vegum skólans. Þar mun Guðfinna Gunnarsdóttir framhaldsskólakennari og verkefnisstjóri „Skólinn í okkar höndum“ kynna nýja samræmda forvarnarstefnu FÍF – félags framhaldsskóla á Íslandi. Forvarnir eru gríðarlega mikilvægar í öllu starfi framhaldsskóla í víðri mynd og mun Guðfinna kynna stefnuna sem samin var sl. skólaár og framhaldsskólar eru í óða önn að aðlaga að sínu starfi.
Það er von okkar að foreldrar og forráðamenn fjölmenni á fundinn.
Foreldraráð