Æft af kappi fyrir Gettu betur

Gettu betur lið FSu finnur svarið í æfingakeppni við Borgarholtsskóla í vikunni. Mynd: GSS
Gettu betur lið FSu finnur svarið í æfingakeppni við Borgarholtsskóla í vikunni. Mynd: GSS

 

Gettu betur lið FSu hefur æft af kappi undarfarnar vikur, en liðið mætir liði Fjölbrautaskólans í Garðabæ í sjónvarpssal föstudaginn 15. Febrúar kl. 20 í beinni útsendingu á RÚV.

Í vikunni voru haldnar æfingakeppnir, annars vegar milli Borgarholtsskóla og FSu þar sem æft var með sama fyrirkomulagi og er í sjónvarpinu. Hins vegar var haldin keppni milli kennaraliðs FSu og Gettu betur liðsins.

Lið FSu er skipað Sólmundi Magnúsi Sigurðarsyni, Svavari Daðasyni og Guðnýju Von Jóhannesdóttur. Þjálfarar eru: Stefán Hannesson og Jakob Heimir Burgel, en einnig nýtur liðið aðstoðar þeirra Hrafnhildar Hallgrímsdóttur og Hannesar Stefánssonar.

Allir sunnlendingar eru hvattir til að fylgjast með FSu keppa við FG föstudaginn 15. febrúar nk. kl. 20.