Af hógværð og ástúð
Rithöfundurinn Jón Kalman Stefánsson kom og heimsótti nemendur FSu í ÍSL 103 og ÍSL 503 föstudaginn 11. nóvember síðastliðinn. Haldnar voru tvær samræður með Jóni á sal skólans í Gaulverjabæ þar sem allir viðstaddir gátu spurt hann um vinnuaðferðir hans og einkum skáldsögu hans Sumarljós og svo kemur nóttin en hún er lesin í ÍSL 103. Óhætt er að segja að Jón Kalman hafi heillað alla viðstadda með hógværð sinni og snjöllum svörum. Í skriflegum viðbrögðum nemenda sem þeir unnu eftir heimsókn hans kom skýrt fram hversu vel hann náði til nemenda og þeir til hans. Einn þeirra komst svo að orði að það hefði verið svo fróðlegt að heyra svör hans við spurningunum og hlusta á hann segja frá Sumarljósi. Hann talaði líka af svo mikilli ástúð um persónur sögunnar.