Afmælisfundur skólaráðs
11.11.2010
Hinn 28. október var haldinn 700. fundur skólaráðs FSu. Fulltrúar úr nemendaráði, þau Sölvi Þór Hannesson, Laufey Rún Þorsteinsdóttir og Anton Guðjónsson, og Sverrir Ingibjartsson kennari komu færandi hendi með 700-tertur á fundinn. Aðrir á fundinum voru Ester Ýr Jónsdóttir kennari, Guðfinna Gunnarsdóttir félagsmálafulltrúi, Ása Nanna Mikkelsen áfangastjóri, Þórarinn Ingólfsson aðstoðarskólameistari og Örlygur Karlsson skólameistari.
Lesið var úr fyrstu fundargerð skólaráðs. Fyrsti fundur skólaráðs var haldinn 7. okt. 1981 á Austurvegi 10. Þrjú mál voru rædd:
"1. Samþ. að skipta gjöldum þeim sem innheimt voru þannig að í nemendasjóð renni kr. 150, í skólasjóð kr. 100.
2. Nemendur gerðu grein fyrir áformum um skemmtanahald. Fyrirhugaðir eru 3 dansleikir fyrir jól, hinn fyrsti 16. okt. Rætt um kostnað.
3. Verkefni skólastjórnar rædd almennt.
Fleira var ekki gert, fundi slitið."
Heimir Pálsson skólameistari skrifaði fundargerð og aðrir á fundinum voru Gunnhildur Edda Kristjánsdóttir og Árni Óli Þórisson úr nemendaráði. Bárður Guðmundsson og Björn Pálsson kennarar og Þorlákur H. Helgason aðstoðarskólameistari.