Afmælisleikur
30.09.2011
Eitt af atriðum á dagskrá 30 ára afmælis FSu var ratleikur um skólann, þar sem gestir áttu að safna svörum og kvitta við svör spurninga sem dreift var um allan skólann. Þátttaka varð framar vonum enda vinningarnir ekki af verri endanum. Einnig fór fram like leikur á Fésbókinni. Á kvölddagskrá voru vinningshafar dregnir út og vinningar afhentir. Fjölmörf fyrirtæki gáfu vinninga í leikinn. TRS gaf Canon myndavél og vasareikna, Tölvulistinn gaf Scandisk, flakkara og gjafabréf, Opin kerfi gáfu prentara, Árvirkinn gaf USB lykil og vasareikni, Fossraf gaf Dantax míkrósamstæðu og Kjörís gaf ís.