Afreks- og hvatningarsjóður Háskóla Íslands

Afreks- og hvatningarsjóður stúdenta Háskóla Íslands veitir styrki til nemenda sem náð hafa afburðaárangri á stúdentsprófi og innritast í Háskóla Íslands.
Styrkir úr sjóðnum renna til einstaklinga, sem eru að innritast í Háskóla Íslands. Styrkupphæð er 300.000 kr. auk niðurfellingar skráningargjalds, sem er 45.000 kr.
Skilyrði styrkveitingar
Stjórn sjóðsins velur styrkhafa Afreks- og hvatningarsjóðs stúdenta Háskóla Íslands ár hvert. Við úthlutun úr sjóðnum er einkum tekið mið af framúrskarandi námsárangri á stúdentsprófi. Einnig er tekið tillit til virkni í félagsstörfum og árangurs stúdenta á öðrum sviðum, s.s. í listum og íþróttum.
Að auki eru veittir þrír styrkir til nýnema sem sýnt hafa sérstakar framfarir í námi eða góðan námsárangur þrátt fyrir erfiðar aðstæður.
Nánari upplýsingar og umsóknareyðublað er að finna á slóðinni: www.sjodir.hi.is