Áhugaverður fyrirlestur
Í FÉLA3RS05 (Réttindi og samfélag) er ýmislegt fróðlegt tekið fyrir. Í byrjun nóvember kom Elín Esther Magnúsdóttir með fyrirlestur um trans, kynvitund, kynhlutverk, ferli líkamlegra breytinga, viðbrögð í samfélaginu og upplifun, svo fátt eitt sé nefnt. Ástæða fyrirlestursins var að miklu leyti að gefa nemendum færi á að spyrja einstakling með reynslu um allt það sem þá langaði að vita og jafnvel fá eitthvað alveg óvænt að spyrja um eftir umræður. Til dæmis spunnust umræður um persónufornafnið „hán“ og beygingar þess (sem eftir leit kom í ljós að eru - hán, hán, háni, háns), tímaferli, hvenær er breytt nafni, hvað finnst öðrum – vinum, fjölskyldu, vinnufélögum o.s.frv., hvers vegna, mikilvægi og margt annað.
Nemendur voru mjög áhugasamir og spurulir. Við þökkum Elínu Esther fyrir áhugaverðan og skemmtilegan fyrirlestur. Kennari er Eyrún B. Magnúsdóttir.