Alþjóðafulltrúi á námskeiði
13.01.2010
Þriðjudaginn 12. janúar tók Lárus Bragason alþjóðafulltrúi FSu þátt í námskeiði hjá Landsskrifstofu Menntaáætlunar ESB. Alþjóðafulltrúi mætti í Glaðheima, fræðasetur Sigurðar Sigursveinssonar fyrrverandi skólameistara FSu. Þar var boðið upp á aðgengi að námskeiðinu í gegnum fjarfundabúnað. Námskeiðið var í gerð umsókna um styrki úr Leonardóáætlun Evrópusambandsins til mannaskipta- og samskiptaverkefna. Það tókst vel og móttökur og aðstæður hinar bestu hjá Sigurði.