Alþjóðlegur endurvinnsludagur farsíma

Hægt er að setja ónýta síma í endurvinnslu.
Hægt er að setja ónýta síma í endurvinnslu.

 

ALÞJÓÐLEGUR ENDURVINNSLUDAGUR FARSÍMA

24. Janúar 2017

Eru ónýtir farsímar heima hjá þér og veist þú ekki hvað á að gera við þá?

Ekki fylla allar skúffur af ónýtum raftækjum, komdu þeim í réttar hendur. Inná skrifstofu verður kassi þar sem hægt verður að setja gamla síma og spjaldtölvur. Hann verður dagana 24. janúar til 26. janúar.

Í lok vikunnar verður farið með kassann á rétta endurvinnslustöð.

Mikilvægt er að henda farsímum ekki í ruslið! Í gömlum ónýtum símum leynast verðmætir málmar sem koma t.d. frá vatnasvæðum Kongó þar sem simpansar eru í hættu. Mikilvægt er að endurnýta þessa málma sem koma frá óendurnýjanlegum auðlindum.

Eftirfarandi aðilar taka við símum í endurvinnslu: raftækjagámur Sorpu, fyrirtækið Grænir símar (Hátún 6A) eða skrifstofa Landverndar (Þórunnartún 6).