ALVIÐRA OG UPP Á INGÓLFSFJALL
11.02.2025
Það er ekki aðeins nemendur í útivistaráföngum FSu sem klífa fjöll undir leiðsögn kennarana Ásdísar Ingvarsdóttur og Sverris Ingibjartssonar. Frá því síðasta haust hefur fjallgöngum fjölgað undir styrkri stjórn starfsmannafélagsins. Og allir hvattir til dáða.
Um helgina síðustu var gengið á Ingólfsfjall frá Alviðru og stefnt á Inghól. Sjö göngukappar velklæddir frá hvirfli til ilja. Þetta er brattari ganga en hin hefðbundna leið sem kennd er við gryfju. Þegar upp á brúnina var komið heilsuðu Stormur og félagi hans Kuldi og því lá leiðin fljótlega til baka – og niður. Að sögn Sigursveins aðstoðarskólameistara var niðurleiðin háskalegri því klaki leyndist undir snjóþykktinni. En öll komu þau aftur og skólastarf hafið að nýju.
jöz