Alviðruhátíð

Laugardaginn 7. febrúar hélt starfsmannafélag FSu árlega Alviðruhátíð. Dagskráin hófst kl. 14 með gönguferð í Þrastaskógi. Eftir vöfflukaffi héldu Kristjana Sigmundsdóttir og Þorlákur Helgason erindi um grísku eyjuna Lesbos og kynni sín af henni. Stjórn starfsmannafélagsins reiddi síðan fram grískar kræsingar undir styrkri forystu formannsins, Jóns Özurar. Þá tók við grín og glens fram eftir kvöldi.