Ályktun frá Skólanefnd Fjölbrautaskóla Suðurlands
11.03.2014
Skólanefnd Fjölbrautaskóla Suðurlands lýsir miklum áhyggjum af boðuðu verkfalli kennara í framhaldsskólum landsins.Ekki þarf að fjölyrða um þau alvarlegu áhrif sem verkfall getur haft á nám og stöðu nemenda og fjölskyldna þeirra. Skólanefnd Fjölbrautaskóla Suðurlands harmar að kennarar neyðist til að beita verkfallsvopni og hvetur samningsaðila til að ganga til samninga tafarlaust.
F.h. skólanefndar Fjölbrautaskóla Suðurlands,
Sandra D Gunnarsdóttir formaður
Jón G Valgerisson varaformaður