Árleg briddskeppni
18.11.2013
Um helgina var seinni einvígisleikur ársins milli Tapsárra Flóamanna, briddssveitar starfsmanna í FSu, og Hyskis Höskuldar spilaður. Viðureignin fór fram í Bláfjöllum og var þetta 50. keppnin og því meira lagt í umgjörðina en venjulega. Tapsárir höfðu forskot eftir fyrri einvígisleik ársins og létu það ekki af hendi. Staðan í einvíginu er 12 ársvinningar FSu á móti 13 vinningum Hyskisins.
Á myndinni hér að ofan eru Tapsárir við æfingar en hér til hliðar eru fyrirliðar sveitannna, Árni Erlingsson og Höskuldur Jónsson með farandbikarinn sem keppt er um og er nú vel geymdur á kaffistofu kennara í FSu.