Árshátíð, rómantík og rauð klæði
14.02.2014
Rómantíkin var við völd í skólanum í dag og mátti sjá starfsfólk klætt rauðum fötum í tilefni af Valentínusardeginum. Gjörningur sem vakti athygli nemenda, en nemendur hafa einnig verið á rómantískum nótum í vikunni, þar sem leynivinavika hefur verið í gangi.
Nemendur munu einnig klæða sig upp á í dag þar sem í kvöld er árshátíð nemendafélagsins. Árshátíðin fer að þessu sinni fram í Hveragerði á Hótel Örk. Þar verður fjölbreytt dagskrá, með glæsilegum mat, Steindi og Auðunn Blöndal eru veislustjórar og Stuðlabandið leikur fyrir dansi.
Á myndunum má sjá rauðklædda fætur, prúðbúna kennara á rauðum degi og fulltrúa nemendafélagsins í lummustuði að selja miða á árshátíð.