Ástráður heimsækir ERGÓ

Í nýnemaáfanganum Ergó fengum við tvær áhugaverðar heimsóknir síðustu daga:
 
Læknanemar á öðru ári við HÍ standa fyrir sjálfboðaverkefni sem heitir Ástráður sem felst í kynfræðslu fyrir nýnema. Þar er fjallað um mikilvægi sjálfsþekkingar, virðingar og samþykkis á þessu sviði og hvernig koma megi í veg fyrir kynsjúkdómasmit og ótímabærar þunganir. Sjá nánar á: http://astradur.is/
 
Hugrún er einnig sjálfboðaverkefni sem er samvinna háskólanema við læknis-, hjúkrunar- og sálfræði HÍ sem gengur út á geðfræðslu. Þar er fjallað um geðheilbrigði, geðsjúkdóma og fleira sem tengist andlegri líðan. Sjá nánar á http://gedfraedsla.is/
 
Þökkum við háskólanemunum kærlega fyrir komuna og þessa þörfu jafningjafræðslu og hvetjum nemendur til að kynna sér þessi mál betur á þessum vefsíðum.