Ástráður í heimsókn
21.02.2011
Í liðinni viku komu fulltrúar frá Ástráði, forvarnastarfi læknanema, í heimsókn í lífsleikni eins og margar undangengnar annir. Ástráður byggir sem kunnugt er á sjálfboðaliðastarfi og heldur fræðsluerindi í framhaldsskólum um allt land. Lögð er áhersla á forvarnastarf gegn kynsjúkdómum og ótímabærum þungunum sem teljast einhver helstu heilbrigðisvandamál ungs fólks. Sjá nánar á astradur.is.