Ástráður í LKN
18.04.2010
Fimmtudaginn 15. og föstudaginn 16. apríl héldu fulltrúar frá Ástráði fræðsluerindi um forvarnir fyrir nemendur í LKN 106 og á starfsbraut. Að venju eru það læknanemar á 2. ári sem bera hitann og þungann af fræðslustarfi Ástráðs. Á fimmtudeginum sáu Arnar Jan Jónsson og Elva Dögg Brynjarsdóttir um fræðsluna og á föstudeginum þau Bjarni Þorsteinsson og Edda Karlsdóttir, en hún útskrifaðist sem stúdent frá FSu vorið 2006.