Auglýsingaverkefni í ensku 503
24.10.2013
Nemendur í ensku 503 hafa verið að vinna verkefni þar sem rýnt er í auglýsingar og myndmál. Auglýsingarnar má sjá á veggjum salarins í miðrými skólans. Þær voru valdar úr verkefnum nemenda og fengu nemendur það verkefni að velja sér bæði þá auglýsingu sem þeim líkaði best við og þá sem þeim mislíkaði mest. Útkomuna úr þeirri skoðanakönnun sést á miðunum sem hanga með hverri mynd. Á þeim kemur fram kyn og aldur þeirra og athyglisvert að sjá hvað höfðar til hvers og eins. Kennari er Ægir Pétur Ellertsson.