Birgir í bókmenntakennslu
10.11.2010
Í vikunni 1. - 5. nóvember stundaði kennaraneminn Birgir Aðalbjarnarson æfingakennslu við FSu. Birgir, sem er gamall nemandi skólans, hefur lokið BA-prófi í íslensku frá Háskóla Íslands en stundar nú nám til kennsluréttinda við sama skóla. Leiðsagnarkennari hans var Jón Özur Snorrason og kom það í hlut Birgis að æfa sig í bókmenntakennslu í áfanganum ÍSL 503. Viðfangsefnið var heldur ekki af verri endanum: Sjálfstætt fólk eftir Halldór Laxness. Á myndinni má sjá þá félaga Jözur og Birgi brosandi eftir árangursríka kennslustund. Skáldið, fræðimaðurinn og kennarinn Benedikt Sveinbjarnarson Gröndal (1826-1907) í túlkun Ólafs Th Ólafssonar les í bók á bak við þá í bláum jakkafötum innan um jónískar súlur og Bessastaði.