Bítlatónleikar
11.04.2012
Kór Fjölbrautaskóla Suðurlands mun standa fyrir bítlatónleikum í Iðu á Selfossi þann 13. maí kl. 20:00. Kórinn, ásamt Gunnari Ólafssyni og Ólafi Þórarinssyni, munu syngja nokkur af bestu lögum Bítlanna. Þeim til aðstoðar verða Árni Þór Guðjónsson, Trausti Örn Einarsson, Róbert Dan Bergmundsson og Stefán Ingimar Þórhallsson. Stjórnandi kórsins er Stefán Þorleifsson og hann mun einnig leika á hljómborð. Þetta verður alveg hreint ógleymanleg stund sem meira að segja John, Paul, George og Ringo gætu verið stoltir af.