Björg vill taka til
11.11.2010
Björg Pétursdóttir sérfræðingur í menntamálaráðuneytinu var gestur á kennarafundi miðvikudaginn 3. nóvember. Björg ræddi fyrirhugaðar breytingar á námsskipulagi á framhaldsskólastiginu. Taldi hún þessar breytingar vera kjörið tækifæri til að breyta og bæta nám og kennslu og taka til í skólakerfinu eins og hún orðaði það. Með auknu frelsi gæti hver skóli hugað betur að því sem hann gerir vel nú þegar og lagað hugsanlega vankanta. Fram kom einnig að almennur hluti námskrár væri í lokavinnslu og yrði væntanlega birtur á næstu dögum. Þá hefur nýr vefur verið opnaður í þessu sambandi, namskra.is.