Blómaskreytingar og brúðkaup

Nú í apríl kemur sænski kennarinn og blómahönnuðurinn Heidi Mikkonen-Jacobsson til landsins og verður með spennandi námskeið fyrir blómaskreyta á Garðyrkuskólanum að Reykjum. Heidi hefur víðtæka reynslu sem blómaskreytir og leggur mikla áherslu á að vinna út frá umhverfisvænum sjónarmiðum en um leið að hugsa djarflega við alla sköpun.
Heidi verður með námskeið fyrir nemendur á blómaskreytingabraut en síðan verður einnig í boði námskeið fyrir fólk sem vinnur við blómaskreytingar dagana 12.-13. apríl.  Á námskeiðinu mun Heidi leiða þátttakendur á hvetjandi hátt inn í skapandi heim hönnunar þar sem umhverfissjónarmið eru höfð að leiðarljósi í tengslum við brúðkaup. Kennslan mun fara fram á ensku.
Styrkur fékkst úr menntaáætlun Erasmus+ til að bjóða Heidi til landsins. Það ríkir mikil tilhlökkun meðal nemenda að fá að læra ný vinnubrögð. Ekki eru viðbrögð blómaskreyta síðri en frá þeim eru strax farnar að berast skráningar.

Nánari upplýsingar hér: https://www.fsu.is/is/namid/gardyrkjuskolinn-reykjum/gardyrkjuskolinn-namskeid

Einnig er Heidi virk á samfélagsmiðlum svo auðvelt er að finna upplýsingar um hana og verk hennar þar.

Skráningarfrestur á námskeiðið er til 1. apríl

Skráning: gardyrkjuskolinn@fsu.is