Blómasýning í FAT
30.04.2010
Nemendur, kennari og leiðbeinendur í FAT-áfanga á Starfsbraut buðu til uppskeruveislu í síðustu kennslustund annarinnar. Aðalatriði uppákomunnar var að sýna skólameisturum og kennurum einstaklega vel heppnuð vinablóm sem unnin voru sem lokaverkefni á þessari önn. Þæfð ull var notuð í blómin sjálf, en öðru efni safnaði hópurinn saman heima hjá sér eða á lagerum í Myndlistardeild og Textíldeild. Önnur verkefni nutu einnig hylli, til dæmis skólatöskur og Tóti trúður. Kátt var á hjalla og nokkuð víst að leikurinn verður endurtekin síðar.