Boðhlaupssveit FSu á Reykjavíkurleikum
Reykjavíkurleikarnir oft nefndir RIG leikarnir fóru fram í Laugardalshöll um liðna helgi. Sunnlendingar áttu flotta fulltrúa sem allir stóðu fyrir sínu. Þeirra á meðal voru fjórir vaskir piltar úr Frjálsíþróttaakademíunni við FSu sem skipuðu boðhlaupssveit FSu sem tók þátt í keppni framhaldsskólanna sem var nýjung á frjálsíþróttahluta Reyjavíkurleikana í ár.
FSu sendi boðhlaupssveit til keppni í 4x200m. boðhlaupi pilta. Sveitina skipuðu í sprettaröð þeir: Ýmir Atlason, Selfoss, Jamison Ólafur Johnson, Selfoss, Róbert Kortchai Angeluson, Þór og Stefán Narfi Bjarnason, Þjótanda. Þeir stóðu sig með prýði og náðu þriðja sætinu á tímanum: 1:40,38 mín. Þeir félgar eru allir meðlimir Frjálsiþróttaakademíunnar við FSu. Ekki var nóg þátttaka hjá stúlkunum til að af keppni hjá þeim yrði.
Þetta var frábært mót, keyrt vel áfram og hörku keppni fyrir alla. Mótið var í beinni útsendingu á RÚV. Næsta mót hjá nemendum akademíunnar er Stórmót ÍR sem fer fram í 21. sinn um næstu helgi 11.-12. febrúar. Þangað ætla Sunnlendingar að fjölmenna
Ólafur Guðmundsson, þjálfari Frjálsíþróttaakademíu FSu.