Brautskráning á vorönn 2015
Aðalbjörg Ýr Sigurbergsdóttir er dúx FSu á vorönn 2015. 102 nemendur brautskráðust föstudaginn 22. maí, þar af voru 53 sem luku stúdentsprófi, 58 brautskráðust af öðrum brautum. 9 nemendur luku prófi af tveimur brautum.
Stúdentar af náttúrufræðibraut voru 21,
Af félagsfræðabraut voru 18
Af málabraut 5
Af viðskipta og hagfræðibraut voru 3.
Sex nemendur luku stúdentsprófi að loknu starfsnámi.
Aðalbjörg Ýr, Barbara Meyer og Iðunn Rúnarsdóttir hlutu viðurkenningu frá Hollvarðasamtökum FSu. Aðalbjörg Ýr hlaut að auki viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur í dönsku, raungreinum, stærðfræði, spænsku, náttúruvísindagreinum og sérstaka viðurkenningu fyrir árangur og eljusemi í fimleikaakademíu. Barbara Meyer hlaut viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur í sögu, heimsspeki og félagsfræði. Iðunn Rúnarsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir góðan árangur í ensku og spænsku. Renzel K M Ilustre hlaut viðurkenningu fyrir góðan árangur í tungumálum. Ingibjörg Hjörleifsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur í þýsku. Eva Grímsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir frábæra frammistöðu og eljusemi í fimleikaakademíu. Erlendur Ágúst Stefánsson hlaut viðurkenningu fyrir frábæra ástundun, frammistöðu og að vera góð fyrirmynd í heilsueflingu við skólann.Vigdís Þorvarðardóttir hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur í íslensku. Andrea Inga Sigurðardóttir hlaut viðurkenningu fyrir frábæran árangur í sálfræði. Árni Páll Þorbjörnsson hlaut viðurkenningu fyrir góðan árangur í grunndeild málmiðna, Ingólfur Fannar Arnasson hlaut viðurkenningu fyrir góðan árangur í grunndeild rafiðngreina sem og Birgir Örn Steinarsson sem einnig hlaut viðurkenningu fyrir jákvæðni, viljastryk og þrautsegju í námi. Kirstín Rut Eysteinsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir frábæran árangur í leiklist, Margrét Rún Guðjónsdóttir fékk viðurkenningu fyrir góðan árangur í grunndeild ferða- og matvælagreina, Dóróthea Ármann hlaut viðurkenningu fyrir góðan árangur í námi á hestabraut og Magnús Vignir Árnason fyrir góðan árangur í námi á húsasmíðabraut.
Á myndinni eru frá hægri: Barbara Meyer, Iðunn Rúnarsdóttir, Aðalbjörg Ýr Sigurbergsdóttir, dúx FSu og Olga Lísa Garðarsdóttir skólameistari. Fleiri myndir frá brautskráningu má finna á fésbókarsíðu skólans.