Brautskráning á vorönn 2018
Laugardaginn 26. maí var brautskráning við FSu. 109 nemendur brautskráðust og er skipting milli brauta eftirfarandi:
32 nemendur luku prófi af starfs- og verknámsbrautum.
Af eftirtöldum brautum lýkur einn nemandi námi;
Grunnmenntabrú, sjúkraliðabrú, fyrri hluta listnámsbrautar,
og grunnbraut bygginga- og mannvirkjagreina.
10 nemendur ljúka námi á starfsbraut
3 nemendur ljúka námi á grunnbraut málmiðna
7 nemendur ljúka námi í vélvirkjabraut
5 nemendur ljúka námi af húsasmíðabraut
77 nemendur ljúka stúdentsprófi þar af einn af tveimur stúdentslínum.
Skipting á línur stúdentsbrauta er eftirfarandi:
44 nemendur ljúka námi af opinni stúdentsbraut
7 nemendur ljúka námi af alþjóðalínu
6 nemendur ljúka námi af félagsfræðilínu
11 nemendur ljúka námi af náttúrufræðilínu
7 nemendur ljúka námi af hestalínu
3 nemendur ljúka námi af viðskipta og hagfræðilínu.
64% þeirra nemenda sem ljúka námi af þriggja ára námsbrautum hófu nám fyrir 3 árum og eru því fyrsti hópurinn sem brautskráist alfarið skv. nýrri námskrá. Sex nemendur sem brautskrást eru 17 ára, þar af eru fjögur sem luku stúdentsprófi.