Brautskráning haust 2015
Halldóra Íris Magnúsdóttir er dúx FSu á haustönn 2015. 116 nemendur brautskráðust laugardaginn 19. desember, þar af voru 109 sem luku stúdentsprófi. 19 nemendur luku prófi af tveimur brautum.
Skipting brautskráðra eftir brautum er eftirfarandi:
Eldri brautir:
2 nemendur ljúka sjúkraliðanámi og annar þeirra lýkur jafnframt stúdentsprófi
4 nemendur ljúka grunnnámi bíliðna
2 grunnnámi bygginga og mannvirkjagreina
1 lýkur námi af húsasmíðabraut og stúdentsprófi
2 nemendur ljúka námi af grunnbraut málmiðna
4 nemendur ljúka fyrri hluta listnámsbrautar með stúdentsprófi
2 ljúka námi á tveggja ára hestabraut með stúdentsprófi
2 nemendur ljúka prófi af íþróttabraut með stúdentsprófi
Skipting á stúdentsbrautir og línur er eftirfarandi:
3 ljúka námi af félagsfræðabraut,
4 af málabraut,
10 af náttúrufræðibraut,
1 af viðskipta og hagfræðibraut,
Stúdentspróf af nýrri stúdentsbraut samkvæmt nýrri námsskrá:
50 nemendur ljúka námi af opinni fjölgreina stúdentsbraut
6 nemendur ljúka opinni fjölgreina stúdentsbraut - alþjóðalínu
25 nemendur ljúka opinni fjölgreina stúdentsbraut – félagsgreinalínu
2 nemendur ljúka opinni fjölgreina stúdentsbraut – náttúrufræðilínu
4 nemendur ljúka opinni fjölgreina stúdentsbraut – viðskipta – og hagfræðilínu
4 nemendur ljúka viðbótarnámi til stúdentsprófs að loknu starfsnámi
Halldóra Íris hlaut viðurkenningu frá Hollvarðasamtökum FSu. Halldóra hlaut að auki viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur í dönsku, stærðfræði og sérstaka viðurkenningu fyrir einstaka leiðtogahæfni, framsýni og frumkvöðlastarf og sterka aðkomu að félagslífi skólans. Sunneva Eik Hjaltested hlaut viðurkenningu fyrir frábæra frammistöðu í latínu. Fanney Sandra Albertsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir frábæran árangur í ensku. Alexandra Ýr Bridde hlaut viðurkenningu fyrir góðan árangur í rómönskum málum og einnig fyrir góðan árangur í þýsku. Anna Guðrún Þórðardóttir hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur í íslensku og dönsku. Sverrir Heiðar Davíðsson hlaut viðurkenningu fyrir frammúrskarandi árangur í dönsku. Katrín Georgsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir frábæran árangur í félagsgreinum. Jakob Örn Guðnason hlaut viðurkenningu fyrir mikinn áhuga og góðan árangur í stærðfræði. Lena Björg Ríkharðsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir góða ástundun og árangur í valáföngum í myndlist. Hjörvar Sigurðsson hlaut viðurkenningu fyrir góðan árangur í námi á húsasmíðabraut. Arnar Helgi Magnússon og Karen María Gestsdóttir hlutu viðurkenningar fyrir vel unnin störf að félagsmálum.
Á myndinni er Halldóra Íris Magnúsdóttir, dúx FSu. Fleiri myndir frá brautskráningu má finna á fésbókarsíðu skólans.